Ástandið orðið betra en fyrir hrun

Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).
Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunar eru þvert á það sem þingmenn minnihlutans hafa haldið fram í pontu Alþingis, segir Benedikt Jóhannesson. Ísland kemur mjög vel út í nýrri skýrslu stofnunarinnar og gildir einu hvort miðað sé við önnur OECD-ríki eða Norðurlöndin. Hagvöxtur mælist hvergi meiri innan OECD-ríkjanna en á Íslandi, jöfnuður er hér mestur sé litið til tekna einstaklinga, jöfnuður milli kynjanna mestur og fátækt hvergi minni en á Íslandi.

Frétt mbl.is: Þenslan skapar hættu á ofhitnun

Þá hafa Íslendingar það betra í dag en þeir gerðu fyrir fjármálahrun að sögn Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóra OECD, sem sagði það einstaklega skemmtilegt að vera stödd á Íslandi í ljósi þess viðsnúnings sem hafi átt sér stað í rekstri þjóðarbúsins frá hruni. Hún segir ferðaþjónustuna augljóslega spila þar stórt hlutverk, en stofnunin leggur til að Íslendingar taki upp aðgangsstýringu með gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum og færi ferðaþjónustuna í almennt virðisaukaskattþrep.

Frá blaðamannafundinum í fjármálaráðuneytinu í morgun. Skýrslan sem OECD kynnti ...
Frá blaðamannafundinum í fjármálaráðuneytinu í morgun. Skýrslan sem OECD kynnti í morgun er aðeins gerð á tveggja ára fresti. Ísland kemur þar mjög vel út samanborið við öll OECD-ríkin eða bara Norðurlöndin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson benti þó á það á kynningunni í dag að margt mætti betur gera hér á landi, og ætti ekki síst að horfa til þess sem þurfi að laga frekar en aðeins þau atriði sem séu í góðu lagi. Nefnir hann að árangur menntakerfisins og nýsköpun sem dæmi en ekki var farið nánar út í fyrrgreind atriði í kynningunni.

Staðan allt önnur í dag en fyrir hrun

Kiviniemi sagði stöðuna einnig allt aðra á Íslandi í dag en fyrir hrun. Skuldastaða heimilanna sé allt önnur og betri í dag en fyrir hrun, Ísland greiði hratt niður skuldir og vel hafi tekist til við afnám gjaldeyrishafta. Ekki stafi lengur hætta af aflandskrónueigendum.

Hún segir þó að taka þurfi á ýmsu til þess að koma í veg fyrir annað hrun. Lítil hagkerfi eins og Ísland séu viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur því miklar. Hvetur stofnunin því til aukins aðhalds í ríkisfjármálum en Kiviniemi bendir á að útgjöld ríkisins hafi aukist þrátt fyrir þenslu í hagkerfinu. Eins leggur OECD til að Seðlabanki Íslands verði tilbúinn að herða á peningastefnunni til að draga úr þenslu.

„Margar þjóðir myndu öfundar okkur af árangrinum“

Benedikt sagði góðan árangur hafa náðst á undanförnum árum. „Margar þjóðir myndu öfunda okkur af þeim árangri sem hefur náðst. Og ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að viðhalda stöðugleikanum,“ segir Benedikt. „Minnst spennandi verkefni í heimi, að viðhalda góðu ástandi, en kannski eitt það erfiðasta eins og við höfum séð í gegnum tíðina.“

Benedikt Jóhannesson, fjámála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjámála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hér á landi hafa laun hækkað meira en víðast hvar annars staðar. Húsnæðisverð hækkað, verðbólga er lág en með hærri vexti en víða,“ sagði Benedikt og bendir á að ekkert ríki heimsins sé með hærri frumjöfnuð en Ísland, það er afgangur í ríkisfjármálum fyrir vaxtagreiðslur.

Ríkissáttasemjari fái meiri völd

OECD bendir á að lífskjör séu góð á Íslandi, fátæktin lítil og lífeyriskerfið sjálfbært. Vel hafi tekist að vernda lægst launuðu hópana á krepputímum en verkföll ýmissa starfsstétta og miklar launahækkanir hafi aukið verðbólguþrýsting og ógnað alþjóðlegri samkeppnishæfni landsins. 

Því skipti máli að efla traust meðal aðila á vinnumarkaði. Til að tryggja slíkt traust þurfa allir aðilar að taka virkan þátt í Þjóðhagsráði og semja um svigrúm til launahækkana í upphafi hverrar samningalotu og halda sig innan þess.

Þá leggur stofnunin til þess að ríkissáttasemjara verði falin aukin völd, þ.e. að hann geti frestað aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma til að ná samningum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þar í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Veitur leiðrétta lista yfir hverfi

Í gær, 22:50 Veitur hafa sent frá sér tilkynningu þar sem birtur er leiðréttur listi yfir þau hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mælst hefur aukinn fjöldi jarðvegsgerla. Hverfin eru öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarness sem og Seltjarnarness. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...