Berskjaldaðri fyrir spákaupmönnum

Kæmi til þess að krónan yrði tengd við gengi erlends gjaldmiðils, eins og til að mynda evrunnar, gæti það leitt til þess að Íslendingar yrðu berskjaldaðri fyrir árásum spákaupmanna sem aftur gæti leitt til þess að koma yrði á fjármagnshöftum á nýjan leik til þess að bregðast við þeim. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland, þar sem fjallað er um kosti og galla fastgengisstefnu.

Vísað er í umræðu hér á landi um mögulega gengistengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil, þá einkum evruna, en sú umræða hefur einkum snúist um stefnu Viðreisnar um svonefnt myntráð. Settur hafi verið á fót starfshópur til þess að fara yfir peningastefnu landsins með það fyrir augum hvernig megi tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Mikilvægt sé fyrir Ísland að fara vandlega yfir kosti og galla þess að taka upp breytta stefnu.

Bent hafi verið á að ekkert þróað hagkerfi búi við jafnlítinn gjaldmiðil og fljótandi gengi án fjármagnshafta. Vísbendingar séu um að frjálst flæði fjármagns, sveigjanlegt gengi og sjálfstæð peningastefna geti hugsanlega ekki þrifist samhliða. Fastgengisstefna geti fyrir vikið leitt til meiri fyrirsjáanleika í gengismálum og verðstöðugleika sem og minni verðbólguþrýstings. Enn fremur minni kostnaðar í gjaldeyrisviðskiptum.

Kæmi ekki í veg fyrir sveiflur í raungengi

Hins vegar geti fastgengisstefna einnig leitt til ákveðinna vandamála. Rifjað er upp að Ísland hafi eitt sinn búið við fastgengi en líkt og í tilfelli fleiri minni hagkerfa hafi sú leið reynst ófær með tímanum. Fastgengi myndi setja aukinn þrýsting á önnur stjórntæki íslenskra stjórnvalda þar sem stýrivextir yrðu að fylgja stýrivöxtum myntsvæðisins sem miðað væri við. Það þýddi þörf á auknum mótaðgerðum til þess að reyna að tryggja stöðugleika.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og flokkur hans Viðreisn hafa talað fyrir ...
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og flokkur hans Viðreisn hafa talað fyrir fastgengisstefnu í gegnum myntráð. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fastgengi myndi sömuleiðis draga úr getu Íslands til þess að bregðast við utanaðkomandi áföllum og ekki koma í veg fyrir sveiflur í raungengi. Aðlögun hagkerfisins yrði að eiga sér stað í gegnum aðlögun á innlendum launamarkaði og á verðlagi sem geti bæði gengið hægar fyrir sig og verið sársaukafyllra vegna meiri samfélagslegs kostnaðar til skemmri tíma. Þátt fyrir sveigjanleika sé svigrúm ekki mikið til þess á íslenskum vinnumarkaði.

Enginn augljós kostur sé fyrir hendi þegar komi að því að velja erlendan gjaldmiðil vegna mögulegrar gengistengingar til þess að ná fram þeim efnahagsáhrifum sem talað sé um að gætu skilað sér með gengistengingu. Meðal annars vegna þess að áfangastaðir íslensks útflutnings séu ekki þeir sömu og innflutningur til landsins kemur einkum frá. Sama eigi við þegar komi að því að ákveða hvaða gengi skuli miða við í þeim efnum.

Óbreytt fyrirkomulag raunhæfasti kosturinn

Enn fremur er bent á að sá fyrirsjáanleiki í gengismálum sem gert sé ráð fyrir að náist fram með fastgengisstefnu næði ekki til óvissu varðandi gengissveiflur gagnvart öðrum gjaldmiðlum sem hefðu þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf. Þá þýddi fastgengi að Ísland byggi ekki við nauðsynlegan stuðning frá peningastefnu viðmiðunarlandsins og að við þær aðstæður yrði nær útlokað fyrir Ísland að standast árás spákaupmanna á krónuna.

Hins vegar myndi aðild að stærra myntbandalagi í gegnum tvíhliða samning skila sér í stofnanalegri umgjörð og stuðningi. Kæmi til þess að pólitískur vilji stæði á ný til þess að ganga í Evrópusambandið breytti það myndinni þar sem innganga í sambandið myndi þegar fram liðu stundir leiða til aðildar að evrusvæðinu. Þar með myndi Ísland njóta góðs af trúverðugleika peningastefnu svæðisins sem gæti leitt til meiri stöðugleika og lægri vaxta.

Með hliðsjón af öllu sem að framan er nefnt er það mat OECD að núverandi fyrirkomulag peningamála, með krónuna og fljótandi gengi, sé raunhæfasti kosturinn sem Íslandi standi til boða eins og staðan sé í dag. Stofnunin bendir á að fljótandi gengi krónunnar verji íslenskt efnahagslíf frá utanaðkomandi áföllum og geti auðveldað efnahagslega aðlögun líkt og hafi gerst í kjölfar bankahrunsins. Ísland hafi þannig rétt út kútnum hraðar en mörg evruríki.

AFP
mbl.is

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Í gær, 17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

Í gær, 17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Í gær, 17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Borðstofuborð ásamt sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuborð með sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu. Borðið e...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...