Telur úrskurði Kjararáðs vanhugsaða

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta hjálpar okkur svo sannarlega ekki í komandi kjaraviðræðum og ég tel að þetta sé vanhugsað,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við nýjustu úrskurðum Kjararáðs.

Frétt mbl.is: Ríkisforstjórar fá milljónagreiðslur

Samkvæmt nýjustu úrskurðum Kjararáðs voru laun sjö háttsettra embættismanna hækkuð umtalsvert aftur í tímann. Halldór bendir á að fjöldi kjarasamninga losni á næstu mánuðum og ákvörðun ráðsins sé ekki gott innlegg í þær kjaraviðræður sem fram undan séu.

Frétt mbl.is: Hækka laun embættismanna afturvirkt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert