Sprenging í vændi á Íslandi

mbl.is/Árni Torfason

Gífurleg aukning hefur orðið í sölu vændis á Íslandi. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að sprenging hafi orðið í framboði á vændi hér á landi á síðustu 18 mánuðum.

„Við getum alveg fullyrt að það er aukning á vændisstarfseminni hér á landi og það eru aðallega erlendar konur og transkonur sem koma hingað til lands til að bjóða þjónustu sína.“

Að sögn Snorra fer vændið m.a. fram í svokölluðum vændisíbúðum í Reykjavík en talið er öruggt að hluti starfseminnar sé tengdur skipulögðum glæpasamtökum.

„Lögreglan leggur áherslu á að rannsaka þolendur í þessum málum og skoða hvort um mansal sé að ræða,“ segir Snorri en sönnunarfærsla í málum sem þessum getur verið mjög erfið.

Hann segir að vændið sé að mestu auglýst á erlendum fylgdarsíðum og í lokuðum Facebook-hópum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »