Tugir umsókna bárust WOW í dag og í gær

Nýja Airbus-vélin mun fljúga til Ísrael.
Nýja Airbus-vélin mun fljúga til Ísrael. Ljósmynd/C.Brinkmann

Tugir umsókna bárust flugfélaginu WOW air um stöður flugmanna í dag og í gær. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, Svanhvít Friðriksdóttir, sem segir flugfélagið þurfa að auka við mannauðinn vegna fjölgunar á þotum og áfangastöðum. 

Greint var frá því á mbl.is í gær að hátt í 70 til 80 flugmenn Icelandair hefðu mættu á op­inn fund fyr­ir flug­menn þar sem starf­semi WOW air var kynnt fyr­ir mögu­leg­um um­sækj­end­um. Fund­ar­boðið kom skömmu eft­ir að fjölda flug­manna Icelanda­ir var sagt upp störf­um og tug­um flug­stjóra til­kynnt að þeir yrðu færðir niður í stöðu flug­manns næsta vet­ur.

Við bættum við okkur fimm þotum á þessu ári og fengum síðustu afhenta í síðustu viku og gerum ráð fyrir því að flotinn verði 24 vélar á næsta ári,“ segir Svanhvít. Aðspurð segir hún að WOW air sé að bæta við fleiri áfangastöðum. 

„Já, við stefnum að því að bæta við fleiri áfangastöðum á næstu mánuðum.“

Fyrsta flug WOW air til Pittsburg var farið í júní og 13. júlí verður fyrst flogið til Chicaco. Þá verður hafið áætlunarflug til Tel Aviv í september. 

mbl.is