Sat fastur í körfuboltahring

Körfuboltahringur- mynd úr safni.
Körfuboltahringur- mynd úr safni.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk hálf óvenjulega beiðni á sjötta tímanum í gær en ellefu ára gamall drengur hafði klifrað upp í körfuboltahring og sat þar fastur.

Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins átti atvikið sér stað við Drekavelli í Hafnarfirði. Slökkviliðsmenn á körfubifreið fóru á vettvang og björguðu drengnum úr prísundinni. Ekki er talið að honum hafi orðið meint af dvölinni í hringnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert