Á 500 póstkort af Akureyri frá því um 1900

Kort úr safni Þórhalls Ottesen. Jóhann Pétursson, hæsti maður Íslands. …
Kort úr safni Þórhalls Ottesen. Jóhann Pétursson, hæsti maður Íslands. Myndin er tekin þegar hann var 22 ára, þá orðinn 220,2 cm.

Þórhallur Ottesen hefur í 40 ár safnað póstkortum með myndum frá Akureyri og nágrenni. Hann hefur víða leitað fanga; hefur keypt kort úr einkasöfnum hér og þar um heiminn, dánarbúum, og það síðasta kom alla leið frá Nýja-Sjálandi. Hann á um 500 kort, frá 1880 til 1950, en flest eru frá því um 1900. Sýning á þeim verður opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri eftir helgi.

„Ég er haldinn rosalegri söfnunarsýki! Fékk áhuga á eldgömlum kortum af Akureyri, ekki síst vegna þess að ég er alinn upp hjá föðurömmu minni í Aðalstræti 14; Gamla spítalanum, næstelsta húsi bæjarins – og fyrsta kortið í safninu var einmitt af því húsi,“ segir hann við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Framan af keypti Þórhallur kort og kort, bæði hér heima og á ferðalögum erlendis, í búðum og á mörkuðum. „Flest kortanna eru frá Akureyri en einnig töluvert annars staðar úr Eyjafirði og nágrannasveitum. Bærinn hefur þótt gott mótíf, margar myndanna eru teknar út fjörðinn og greinilega mjög oft af höfðanum við kirkjugarðinn, sunnan Búðargils. 

Í safni Þórhalls má finna marga dýrgripi að hans sögn, fágæt kort og skemmtileg. Hann nefnir til dæmis kort sem Steingrímur læknir Matthíasson (Jochumssonar) lét gera og sendi vinum og vandamönnum. Þau voru einungis gerð í nokkrum eintökum. Svo eru það kort með myndum af Jóhanni Péturssyni – Jóa risa. Þórhallur á tvö slík, en kortin lét Steingrímur læknir gera þegar hann rannsakaði Jóhann, eftir að hann fór að vaxa svo mjög. 

Nánar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Kort úr safni Þórhalls. Síldarplan á Akureyri.
Kort úr safni Þórhalls. Síldarplan á Akureyri.
Kort úr safni Þórhalls. Mynd af Núpufellshnjúki í Eyjafirði.
Kort úr safni Þórhalls. Mynd af Núpufellshnjúki í Eyjafirði.
Kort úr safni Þórhalls. Samkoma á Ráðhústorgi.
Kort úr safni Þórhalls. Samkoma á Ráðhústorgi.
Kort úr safni Þórhalls. Horft til Akureyrar úr Vaðlaheiði.
Kort úr safni Þórhalls. Horft til Akureyrar úr Vaðlaheiði.
Kort úr safni Þórhalls. Séra Matthías Jochumsson teiknaður sem kerlingin …
Kort úr safni Þórhalls. Séra Matthías Jochumsson teiknaður sem kerlingin í Gullna hliðinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert