Andlát: Orri Vigfússon

Orri Vigfússon.
Orri Vigfússon. mbl.is/Golli

Orri Vigfússon, stofnandi og formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), lést á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í gær. Hann var á sjötugasta og fimmta aldursári.

Orri hefur frá því að NASF var stofnaður fyrir 27 árum helgað líf sitt verndun og uppbyggingu Norður-Atlantshafslaxastofnsins. Hann naut virðingar náttúru- og umhverfissinna víða um heim og hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín.

Meðal þeirra viðurkenninga var hin íslenska fálkaorða.

Orri lætur eftir sig eiginkonu, Unni Kristinsdóttur, og tvö uppkomin börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert