Þörf sé á skilaboðum um að vændiskaup séu ólögleg

Kvenréttindafélagið hvetur aðila í ferðaþjónustu til að upplýsa ferðamenn um …
Kvenréttindafélagið hvetur aðila í ferðaþjónustu til að upplýsa ferðamenn um saknæmi vændiskaupa hérlendis. Ljósmynd/mbl

Kvenréttindafélag Íslands hefur skorað á ferðamálayfirvöld á Íslandi og fyrirtæki í ferðaþjónustu að bregðast við þeim fréttum að sprenging hafi orðið í kaupum á vændi á Íslandi og að kaupendur vændis séu að stórum hluta ferðamenn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Formaður Kvenréttindafélagsins segir þörf þeim skilaboðum að vændiskaup séu ólögleg.

Félagið hvetur aðila í ferðaþjónustu til að upplýsa ferðamenn um saknæmi vændiskaupa hérlendis, en samkvæmt 206. grein almennra hegningarlaga skal hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjald fyrir vændi sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Það segir fólk í ferðaþjónustunni geti haft mikil áhrif þar sem ábending, um að vændiskaup séu ólögleg, stuðli að betra samfélagi á Íslandi, rétt eins og þegar þau benda á að utanvegaakstur sé ekki leyfilegur. 

Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélagsins segir markmið áskoruninnar vera að gera ferðamönnum betur grein fyrir að um brot sé að ræða. „Það er bara í nokkrum löndum þar sem kaupin sjálf eru ólögleg og þessi lög voru sett á árið 2009, og þeim hefur voða lítið verið framfylgt,“ segir hún. „Okkur frá Kvenréttindafélaginu finnst vanta þau skilaboð að vændiskaup séu ólögleg.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert