Aftur dæmdir í fangelsi í Marple-máli

Frá aðalmeðferð Marple-málsins í fyrri umferð þess í héraðsdómi árið ...
Frá aðalmeðferð Marple-málsins í fyrri umferð þess í héraðsdómi árið 2015. Árni Sæberg

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm í Marple-mál­inu svo­kallaða í annað sinn í dag en Hæstiréttur ómerkti fyrri dóm héraðsdómsins því Ásgeir Brynjar Torfason, sérfróður meðdómsmaður, var úrskurðaður vanhæfur vegna ummæla hans og athafna á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti eindreginni afstöðu sinni um málefni Kaupþings og stjórnenda bankans.

Dómur þyngdur yfir Hreiðari Má

Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi banka­stjóri Kaupþings, var dæmd­ur í 12 mánaða fangelsi en í dómnum sem var ómerktur var hann dæmdur í sex mánaða fang­elsi, Magnús Guðmunds­son, fyrr­verandi banka­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, var dæmd­ur í 18 mánaða fangelsi líkt og áður. Skúli Þor­valds­son var dæmd­ur í sex mánaða fangelsi líkt og í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var ómerkur.

Verjendur í Marple-málinu í héraðsdómi í dag.
Verjendur í Marple-málinu í héraðsdómi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­verandi fjár­mála­stjóri bank­ans, var sýknuð líkt og áður.

Í ákæru sér­staks sak­sókn­ara voru Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri bank­ans, sögð hafa skipu­lagt og fram­kvæmt fjár­drátt og umboðssvik með því að hafa fært um 8 millj­arða úr sjóðum Kaupþings til fé­lags­ins Marple Hold­ing S.A. SPF.

Fé­lagið er skráð í Lúx­em­borg, en það er í eigu fjár­fest­is­ins Skúla Þor­valds­son­ar. Var Skúli einn af stærstu viðskipta­vin­um bank­ans fyr­ir fall bank­ans og í stóra markaðsmis­notk­un­ar­mál­inu var meðal ann­ars ákært fyr­ir lán­veit­ing­ar til fé­lags í hans eigu. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, er í mál­inu ákærður fyr­ir hlut­deild í fjár­drætti og umboðssvik­um, meðan Skúli er ákærður fyr­ir hylm­ingu.

Björn Þorvaldsson, saksóknari í Marple-málinu.
Björn Þorvaldsson, saksóknari í Marple-málinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í mál­inu voru Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­verandi for­stjóri í Kaupþingi, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­verandi fjár­mála­stjóri bank­ans, ákærð fyr­ir fjár­drátt og umboðssvik. Magnús Guðmunds­son, fyrr­verandi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, var aft­ur á móti ákærður fyr­ir hlut­deild í sömu brot­um, og fjár­fest­ir­inn Skúli Þor­valds­son ákærður fyr­ir hylm­ingu og pen­ingaþvott.

Sím­on Sig­valds­son héraðsdóm­ari var dóms­formaður máls­ins eins og við fyrri um­ferð þess, Kristrún Krist­ins­dótt­ir meðdóm­ari og Jón Hreins­son sér­fróður meðdóm­ari.

mbl.is

Innlent »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

Í gær, 11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...