Femínistastrætó bar sigur úr býtum

Hönnun Lenu Margrétar Aradóttur.
Hönnun Lenu Margrétar Aradóttur. Skjáskot af Facebook-síðu keppninnar

Hönnun Lenu Margrétar Aradóttur á strætó varð hlutskörpust í hönnunarkeppni Strætó sem lauk á miðnætti. Vagn Lenu KÞBAVD fék 6.960 atkvæði á meðan hönnun Jakobs Guðnasonar fékk 6.783 atkvæði.

Vagn­arn­ir tveir eru ólík­ir þar sem vagn Jak­obs vek­ur at­hygli á skát­a­starfi og skáta­móti árs­ins á meðan vagn Lenu vek­ur at­hygli á femín­isma, þá sér­stak­lega hug­tak­inu „KÞBAVD“ eða „kona þarf bara að vera dug­leg að“. 

Sjá nánar hér

„KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“, sem samkvæmt höfundi er kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. Skammstöfunin varð til í Facebook-hópum feminista.

Hönnunarkeppnin stóð yfir í rúman mánuð og naut hún mikilla vinsælda. Vefurinn var heimsóttur meira en 300.000 sinnum og um 1.700 hannanir voru sendar inn. Rúmlega 50.000 manns greiddu atkvæði í keppninni,“ segir í tilkynningu frá Strætó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert