750 lítrar af skólpi á sekúndu

Dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Faxaskjól.
Dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Faxaskjól. Ljósmynd/Orkuveita Reykjavíkur

Skólpdælustöðin við Faxaskjól í Reykjavík er biluð og flæða því nú á hverri sekúndu 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi út í hafið og hafa gert það undanfarna tíu sólarhringa.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

Segir þar að viðgerð hafi tafist og óvíst sé hvenær henni ljúki. Haft er eftir Hólmfríði Sigurðardóttur, umhverfisstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að starfsfólk hafi verið að gera við dælustöðina við erfið skilyrði.

„Það hefur gengið hægar en við bjuggumst við en við erum að vonast til að þessu fari að ljúka. Þannig að þetta er bara alls ekki gott ástand. Af tvennu illu þá töldum við það skárri kost að hafa lúguna opna þannig að það væri ekki möguleiki á því að skólpið myndi fara upp í kerfið og flæða inn til fólks. Því það væri möguleiki.“

Skólpið kemur úr stórum hluta Breiðholts, Árbæ, Norðlingaholti, Garðabæ og Kópavogi, að því er RÚV greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert