Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita fanga ofbeldi

Lögreglumaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á fanga í fangageymslu lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík í maí á síðasta ári. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum sem mbl.is hefur undir höndum. Atvikið náðist á myndband.

Hann er sakfelldur fyrir að fara offari í starfi og gæta ekki lögmætra aðferða, auk þess fyrir að hafa ráðist á fangann og veitt honum áverka. Atlagan var að mati héraðsdóms tilefnislaus og ekkert í fari fangans sem gaf tilefni til hennar. 

Héraðsdómur bendir á að fanginn hafi verið bundinn og varnarlaus í höndum lögreglumannsins og á myndbandi sést að hann reyndi ekki að veita mótspyrnu á nokkurn hátt. Lögreglumanninum var gert að greiða honum 400 þúsund krónur í miskabætur.

Verknaðurinn átti sér stað þegar lögreglumaðurinn átti að flytja karlmann úr fangageymslu á Hverfisgötu og fyrir dómara. Eftir að hann hafði handjárnað manninn fyrir framan búk tók hann um hálsmál á peysu hans, ýtti honum upp að vegg og tók hann svo niður í gólfið þar sem maðurinn lenti á bakinu, setti hægra hné sitt á bringu hans, hélt enn um peysu hans við hálsmál og skellti höfði mannsins tvisvar sinnum í gólfið auk þess að ógna honum með því að halda krepptum hnefa framan við andlit hans.

Þetta kemur fram í dómnum. Því næst dró hann manninn á fætur og skellti honum upp við vegg. Eftir að fórnarlambið hneig niður í gólfið dró lögreglumaðurinn það eftir jörðinni með því að halda í föt þess út fangaganginn og að lyftu í fangageymslu. 

Fanginn hlaut við þetta blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla. Auk þess var grunur um rifbot á einu rifi vinstra megin.

Tók þátt í slagsmálum þar sem hnífum var beitt

Fanginn sem fyrir ofbeldinu varð var grunaður um að hafa tekið þátt í slagsmálum þar sem hnífum hafði verið beitt. Var í annarlegu ástandi, valtur á fótum og froðufellandi þegar hann var handtekinn auk þess sem fatnaður hans var blóðugur. 

Ákveðið var af lögreglu að hann skyldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og þegar lögreglumaðurinn sótti hann í fangaklefann má sjá á myndbandsupptöku fangann kvitta á blað og fleygja pennanum síðan í gólfið. Lögreglumaðurinn skipar honum að taka hann upp og eftir nokkurt þref gerir hann það.

Eftir að fanginn var kominn í svonefnt flutningsbelti og hendur hans handjárnaðar við það má sjá hvernig fanginn horfir einbeittum svip á lögreglumanninn. Í endurriti segir brotaþoli „fokkings fíflin ykkar“ og rétt á eftir „fokkings ræfill“.

Þá spyr lögreglumaðurinn: „Ertu að segja að ég sé ræfill eða hvað, ha?“ Þá segir fanginn að hann sé bara að tala um lögregluna almennt, ekki viðkomandi lögreglumann. Þá spyr lögreglumaðurinn hann aftur og aftur hvort hann hafi verið að kalla hann ræfil áður en ofbeldið hefst.

Við aðalmeðferð málsins sagðist lögreglumaðurinn hafa haft mikinn vara á sér í viðskiptum við fangann enda hafi hann verið merktur hættulegur í kerfi lögreglunnar. Hann fór til yfirmanns síns daginn eftir atvikið og skýrði frá því sem hafði gerst. Hann viðurkenndi sök og sagði að atferli sínu væri rétt lýst í ákæru að því undanskildu að hann hefði ekki skellt höfði fangans í gólfið heldur búk hans í gólfið og þá fylgdi höfuðið með. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Heimilt að leggja 76% toll á franskar

16:01 Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Funduðu um fyrstu daga þingsins

15:27 „Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi. Meira »

Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur

14:55 „Rakst á þessa flottu stráka úti við Gróttu áðan. Keypti af þeim heitt kakó og glóðvolga kleinu sem þeir steiktu á staðnum. Þeir smíðuðu vagninn sjálfir. Náðu að sprengja krúttskala dagsins hjá mér og þeim túristum sem voru á staðnum,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir. Meira »

Auðveldar aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum

15:14 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Frieder Braunschweig, yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, undirrituðu í dag samkomulag um víðtækt samstarf. Meira »

Miðflokkurinn undirbýr framboð

14:10 Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Meira »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Segir eftirlit með lögreglu upp á punt

12:56 Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður tveggja ein­stak­linga í svo­kölluðu LÖKE-máli, segir að niðurstaða setts ríkissaksóknara í máli mannanna tveggja gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sé í raun sú besta sem búast mátti við fyrir skjólstæðinga sína. Meira »

Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

12:51 Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Meira »

Staðfestir niðurfellingu LÖKE-máls

12:33 Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í máli tveggja manna gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Skipa samráðshóp um að gera úrbætur

12:35 Ráðherranefnd um jafnréttismál ákvað á fundi sínum í morgun að að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Meira »

Góðar niðurstöður vatnssýna

12:02 Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Cummins/Stamford Ljósavélar í skip og báta einnig landstöðvar.
Cummins /Stamford ljósavélar í skip og báta 100 -1000 kw Vélaverkst/sala Holt...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...