Refsiaðgerðir Rússa gegn Íslandi framlengdar

Í samræmi við tilskipun Vladímír Pútín, forseta Rússlands, hefur ríkisstjórn ...
Í samræmi við tilskipun Vladímír Pútín, forseta Rússlands, hefur ríkisstjórn Rússa framlengt innflutningsbann á ákveðnum tegundum matvæla frá ríkjum sem höfðu sett viðskiptabann á Rússland. AFP

Í samræmi við tilskipun Vladímír Pútín, forseta Rússlands, hefur ríkisstjórn Rússa framlengt innflutningsbann á ákveðnum tegundum matvæla frá ríkjum sem hafa sett viðskiptabann á Rússland. Með þessu eru refsiaðgerðir Rússa gegn meðal annars Íslandi framlengdar til loka ársins 2018. Yfirlýsing þess efnis var birt á vefsíðu rússneskra stjórnvalda í gær. Rússneska fréttastofan Tass greinir frá.

Samkvæmt þessu leggja Rússar bann við innflutningi á tilteknum landbúnaðarafurðum, hráefnum og matvælum, frá Bandaríkjunum, Evrópusambandsríkjunum, Kanada, Ástralíu, Noregi, Úkraínu, Albaníu, Svartfjallalandi, Íslandi og Liechtenstein. Bannið hefur nú verið framlengt til ársloka 2018.

Að sögn rússneskra stjórnvalda eru þetta mótvægisráðstafanir gagnvart þeim ríkjum sem eru í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Viðskiptaþvingunum Vesturlanda gagnvart Rússlandi var komið á árið 2014 vegna stríðsátakanna í Úkraínu og innlimunar Krímskaga í Rússland.

Vesturlönd og fleiri ríki hafa hafnað innlimun Krímskaga. Þessar aðgerðir gegn Rússlandi hafa síðan verið framlengdar reglulega. Sama ár svaraði Rússland þeim með því að setja bann við innflutningi á tilteknum tegundum landbúnaðarafurða frá þeim löndum sem tóku þátt í refsiaðgerðum.

Mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg

Viðskiptabann Rússa hefur haft talsverð áhrif á íslenskan sjávarútveg og hafa forsvarsmenn hans gagnrýnt stuðning Íslands við viðskiptaþvinganirnar. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum árið 2015 þegar Íslandi var bætt á lista þeirra ríkja sem Rússar beita viðskiptaþvingunum gegn.

Ýmsir íslenskir þingmenn hafa einnig verið mjög gagnrýnir á stuðning Íslands við viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum. Þannig sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ágúst 2015 að Ísland eigi að hætta að styðja viðskiptaþvinganirnar og taka landið þannig af lista yfir þjóðir sem vilja viðskiptabann á Rússa.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tjáði sig um viðskiptabann Íslendinga ...
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tjáði sig um viðskiptabann Íslendinga gegn Rússum árið 2015. „Fyrir smáþjóð í hörðum heimi gengur ekki bara að vera eins og einhverjir siðapostular eða hreinar meyjar sem feta hinn þrönga veg dyggðarinnar.“ mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Viðskiptahagsmunir fram yfir siðferðileg álitamál

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur blandaðist inn í málið árið 2015. Í viðtali við Ríkisútvarpið benti hann meðal annars á að íslensk stjórnvöld hafi oftar valið viðskiptahagsmuni fram yfir siðferðileg álitamál. Það sé þó vandasamt fyrir smáríki að velja ávallt þá leið.

„Fyrir smáþjóð í hörðum heimi gengur ekki bara að vera eins og einhverjir siðapostular eða hreinar meyjar sem feta hinn þrönga veg dyggðarinnar. Menn verða að hugsa aðeins um hagsmuni landsins í bráð og lengd. Að því sögðu, hvað skiptir meira máli til lengri tíma; sala á makríl eða heimsástandið eða ofríki rússneskra ráðamanna?“ sagði sagnfræðingurinn og núverandi forseti Íslands um málið 2015.

mbl.is

Innlent »

Gjaldtakan var forsenda útboðsins

19:58 „Þegar við tókum þátt í útboðinu fyrir ári síðan þá var ein forsenda útboðsins sú að hafin yrði gjaldtaka á þessu ytra stæði og við buðum náttúrulega í þetta miðað við þær forsendur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða. Meira »

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

19:19 Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. Meira »

Leggja ekki fram nýjar tillögur

19:02 Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra í fyrramálið. Til stóð að halda næsta samningafund á mánudaginn en ríkissáttasemjari ákvað að flýta fundinum í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Formenn samninganefndanna hafa ekki lagt fram nýjar tillögur til að leysa deiluna. Meira »

Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

18:42 Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við. Meira »

Norðmaður vann tæpar 29 milljónir

18:28 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottóút­drætti kvölds­ins en einn heppinn Norðmaður vann annan vinning og hlýtur 28,7 milljónir króna í vinning. Meira »

Leituðu til sendiráðsins vegna áreitis

18:06 „Þau eru búin að vera að lenda í allskonar skítkasti á víð og dreif um landið. Fólk að segja þeim að koma sér heim og að þau séu búin að eyðileggja náttúruna og að gefa þeim, „fokk“-merki,“ segir Magnús Ásgeirsson um frönsku ferðamennina tvo sem gerðust sekir um utanvegaakstur við Kerlingafjöll. Meira »

Flutt frá Þingvöllum í lögreglufylgd

18:02 Lokað var fyrir almenna umferð á meðan nokkrar rútur, í lögreglufylgd, fluttu fyrirmenni frá Þingvöllum. Þau höfðu verið viðstödd hátíðarfund Alþingis þar í tengslum við aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Meira »

Gagnrýnir Helgu Völu harðlega

17:07 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, gagnrýnir þá ákvörðun Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, að ganga burt af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard hóf ræðu sína, harðlega. Meira »

Vélmenni Gæslunnar í svaðilför

16:46 Sprengjuleitarvélmenni Landhelgisgæslunnar lék lykilhlutverk í aðgerðum lögreglunnar og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar í Mosfellsbæ þegar sprengja var aftengd. Vélmennið var óhrætt við að handleika sprengjuna og koma henni fyrir í holunni, þar sem hún var sprengd. Meira »

Fundur á morgun í kjaradeilu ljósmæðra

16:17 Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu ljósmæðra klukkan 10.30 í fyrramálið. Til stóð að fundur yrði næsta mánudag, en nú hefur verið boðað til fundar á morgun líkt og áður segir. Meira »

Gekk burt þegar Kjærsgaard hóf ræðu sína

16:15 Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hóf ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag. Meira »

Rörbúturinn reyndist sprengja

16:08 „Það var lán í óláni að hún hafi ekki sprungið á neinn,“ segir Leifur Guðjónsson gröfumaður í samtali við mbl.is. Leifur var að moka úr malarhrúgu þegar hann kom auga á sprengjuna á Blikastaðanesi og varð eðlilega smeykur þegar hann áttaði sig á að hann væri með virka sprengju í höndunum. Meira »

Sprengjan var virk - Búið að sprengja

14:53 Sprengjan sem fannst í Mosfellsbæ um hádegisbil var virk. Þetta segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Dónaskapur að virða ekki embættið

14:43 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýnir í Facebook-færslu sinni þá ákvörðun þingflokks Pírata að sniðganga hátíðarþingfundinn sem nú fer fram á Þingvöllum. Segir hann yfirlæti og dónaskap að virða ekki embætti danska þingsins. Meira »

Sprengja fannst í Mosfellsbæ

14:08 Sprengja, sem talin er vera úr seinni heimsstyrjöldinni, fannst á Blikastaðanesi í námunda við Golfklúbb Mosfellsbæjar um klukkan eitt í dag. Að sögn vegfaranda eru fjórir almennir lögreglubílar á vettvangi auk tveggja sérsveitarbíla. Lögregla er með leitartæki og sprengjuvélmenni. Meira »

Virðingarvottur við baráttufólkið

13:38 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er mættur á Þingvelli þar sem hátíðarfundur Alþingis fer fram í dag. Hann segir athöfnina á Þingvöllum í dag að sínu mati fyrst og fremst vera virðingarvott við fólkið sem færði Íslendingum fullveldið. Meira »

Hvorki auðveld né skemmtileg ákvörðun

13:16 Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður þingflokks Pírata, segir ákvörðun þingflokksins um að sniðganga hátíðarþingfund á Alþingi hvorki hafa verið auðvelda né skemmtilega. Það skýri hve seint hún er tekin. Meira »

Bein útsending frá hátíðarfundi Alþingis

13:00 Sérstakur hátíðarfundur Alþingis fer fram á Þingvöllum í dag, en þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá því að samn­inga­nefnd­ir Íslands og Dan­merk­ur und­ir­rituðu samn­ing­inn um sam­bands­lög­in sem tóku gildi 1. des­em­ber 1918. Sjá má beina útsendingu frá dagskránni á Þingvöllum. Meira »

Umdeilda áhrifakonan á Þingvöllum

12:51 Þegar Pia Kjærsgaard hætti sem formaður Danska þjóðarflokksins í september árið 2012 urðu áhrif hennar á stjórnmál víðar en í heimalandinu ljós. Baráttan gegn fjölmenningu var þá að hefjast af krafti í Evrópu. Hún er nú forseti danska þingsins og mun flytja hátíðarræðu á Þingvöllum í dag. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 23/7...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...