Vindmylla í Þykkvabæ að brenna

Eldurinn greip um sig í annarri vindmyllunni í Þykkvabæ sem …
Eldurinn greip um sig í annarri vindmyllunni í Þykkvabæ sem er jafnhá Hallgrímskirkju í hæstu stöðu. mbl.is/Árni Sæberg

Kviknað hefur í vindmyllu fyrirtækisins BioKraft í Þykkvabæ. Mikinn reyk má sjá stíga upp úr vindmyllunni.

Þykkvabær er á svæði Brunavarna Rangárvallasýslu sem nú er að störfum við vindmylluna en að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu er körfubíll á leiðinni frá Brunavörnum Árnessýslu á leiðinni.

Myll­urn­ar eru dansk­ar, af teg­und­inni Vestas. Þeir eru fest­ir á 53 metra háa turna. Það þýðir að í hæstu stöðu er hvor mylla liðlega 70 metra há, eða jafn­há Hall­gríms­kirkju. Myll­urn­ar stóðu áður úti í Þýskalandi en voru tekn­ar niður til að rýma fyr­ir öðrum stærri.

Uppfært klukkan 13:02

Bjarnveig Björk Birkisdóttir var meðal fyrstu á vettvang. Hún segir þetta allt hafa gerst mjög hratt, en núna sé eldurinn orðinn minni en hann var í fyrstu. „Slökkviliðið er á leiðinni, en ég veit svosem ekki hvað þeir geta gert,“ segir Bjarnveig en hún varð vitni að því þegar hluti úr vindmyllunni féll í jörðina vegna brunans.

Uppfært klukkan 13:07

„Það eru smá glæður í henni ennþá en það mesta er búið,“ segir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, í samtali við mbl.is. Ekki er vitað að svo stöddu hvað olli eldinum að sögn Leifs.

„Það er eiginlega óhjákvæmilegt að slökkva í þessu nema utanfrá og við erum enn að bíða eftir körfubíl frá Selfossi,“ segir Leifur.

Eldurinn logar uppi í vindmyllunni en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði var einnig reykur fyrir neðan mylluna. Að sögn Leifs er þar um að ræða brask sem hefur fallið niður úr myllunni.

Mikinn reyk lagði frá vindmyllunni.
Mikinn reyk lagði frá vindmyllunni. mbl.is/Árni Sæberg
Kviknað hefur í vindmyllu fyrirtækisins BioKraft í Þykkvabæ. Mikinn reyk …
Kviknað hefur í vindmyllu fyrirtækisins BioKraft í Þykkvabæ. Mikinn reyk má sjá stíga upp úr vindmyllunni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert