Engin hætta en ógeðfellt fyrir fólk

Dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Faxaskjól.
Dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Faxaskjól. Ljósmynd/Orkuveita Reykjavíkur

S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur, telur að eftir á að hyggja hefði verið heppilegra að láta vita fyrr af bilun skólpdælustöðvar við Faxaskjól. Gerla­magn aust­an við skólp­dælu­stöð við Faxa­skjól mæld­ist yfir viðmiðun­ar­mörk­um nú í hádeginu.

Áður hefur verið greint frá því að dælustöðin hafi verið biluð í tíu sólahringa og á þeim tíma flæddu á hverri sekúndu 750 lítr­ar af óhreinsuðu skólpi út í hafið.

Björn bendir á að tilkynningar sem þessar séu á forræði heilbrigðiseftirlits. Umræðan hafi verið á þá leið að af þessu hefði mátt láta vita fyrr. „Heilbrigðiseftirlit starfar á grundvelli ákveðinna laga og hefur mikið sjálfstæði. Við erum búin að fara yfir þetta með heilbrigðiseftirlitinu og það mat það sem svo að það stafaði ekki hætta af þessu. Hins vegar er þetta ógeðfellt fyrir fólk.

Sam­kvæmt reglu­gerð nr. 798/​1999 skal fjöldi hitaþol­inna kólíbakt­ería eða saur­kokka í a.m.k. 90% til­fella vera und­ir 100 pr. 100 ml utan þynn­ing­ar­svæðis miðað við lág­mark 10 sýni við fjör­ur. Sýn­i sem Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur tók í júní voru yfir viðmiðun­ar­mörk­un­um en inn­an skekkju­marka að sögn heil­brigðis­full­trúa hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur

„Heilbrigðiseftirlitið hefur sagt að eftir á að hyggja hefði verið heppilegra að tilkynna um þetta fyrr. Við förum yfir í framhaldinu hvort að það þurfi að breyta eitthvað verklagi varðandi tilkynningar um mál sem þessi,“ segir Björn og bætir við að öll svona mál séu til að læra af þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert