Fleiri fjölkærir en marga grunar

Victor Prada, Al­ej­andro Rodrigu­ez og Manu­el Bermu­dez hafa fengið sam­búð ...
Victor Prada, Al­ej­andro Rodrigu­ez og Manu­el Bermu­dez hafa fengið sam­búð sína lög­leidda í Kól­umb­íu. AFP

„Þetta er mjög jákvætt,“ segir Jökull Veigarsson, tvítugur fjölkær (e. polyamorous) maður, um ný kólumbísk lög sem heimila samband þriggja. Um sé að ræða skref fram á við, sem íslenski löggjafinn megi taka til fyrirmyndar.

Mbl.is hefur fjallað um mál Victor Prada, Al­ej­andro Rodrigu­ez og Manu­el Bermu­dez í vikunni, en þeir fengu sambúð sína lögleidda í Kólumbíu á dögunum. Er ekki um að ræða hjóna­band held­ur sér­stakt erfðafjár­sam­band þeirra á milli. Hrefna Friðriksdóttir, prófessor í fjölskyldu- og erfðarétti við lagaheild Háskóla Íslands, sagði í samtali við mbl.is fyrr í vikunni að það væri ekki á teikniborðinu að lögleiða fjölsambönd hér á landi.

„Ört stækkandi samfélag“

Jökull, sem er sjálfur í opnu sambandi með kærustu sinni, segir mun meira vera um fjölsambönd á Íslandi en margir geri sér grein fyrir. „Þetta er ört stækkandi samfélag en það er ómögulegt að segja til um stærð þess,“ segir Jökull, og bætir við að margir fari leynt með það að vera fjölkærir og aðrir átti sig jafnvel ekki á því sjálfir.

„Það er mikið af fólki sem er að stunda þetta en veit ekki beint af því. Það er kannski með einn langtímamaka og annað fólk kemur og fer, einnig eru margir sem fatta hvaðan erfiðleikar þeirra í einkvænum samböndum stafa þegar fólk kynnist þessu á opinn og jákvæðan hátt,“ segir hann.

Jökull segir að upp hafi komið mál þar sem vandkvæði hafi skapast vegna skorts á lagareglum. „Það er aldrei pláss fyrir fleiri en tvö nöfn; tvo foreldra og tvo í sambúð til dæmis,“ segir hann og bætir við að einnig geti komið upp vandamál þegar kemur að erfðamálum.

Mál kólumbísku mannanna þriggja hófst einmitt í kjölfar þess að annar fyrrum maki þeirra lést og þeir áttuði sig á því lagalega tómarúmi sem var um sambandsform þeirra. Ákváðu þeir að berjast fyrir lögleiðingu sambands síns og því að fá að vera taldir makar hvor annars.

Jökull Veigarsson er tvítugur fjölkær maður.
Jökull Veigarsson er tvítugur fjölkær maður. ljósmynd/Baldvin Ari Jóhannesson

Myndi ekki skaða börn að eiga þrjú foreldri

Jökull segir umræðu um fjölsambönd og það að vera fjölkær vera að komast inn í sviðsljósið. „Það þarf að fræða um þetta, ekki bara gagnvart lagalega sviðinu heldur líka til að útrýma fordómum,“ segir hann. „Sumar fjölskyldur eru kjarnafjölskyldur, en margar falla ekki undir svo einfaldan hatt, af hverju ekki fjölkærar fjölskyldur?“

Bætir hann við að fólk sé sjaldan í nákvæmlega eins sambandi við tvær manneskjur, en geti samt sem áður borið tilfinningar til beggja. Þá geti fleiri en tveir búið saman á heimili og verið í mismunandi sambandi sín á milli en samt sem áður búið í sátt og samlyndi. „Ég held líka að börn myndu aldrei skaðast af því að eiga þrjú foreldri,“ segir hann.

Dregur fram meiri hamingju

„Mannskepnan aðhyllist í eðli sínu ekki endilega einkvæni. Við erum með einhverjum og förum svo yfir í þann næsta,“ segir Jökull. Þá segir hann að þegar hann tali við annað fólk um samband sitt og kærustu sinnar sé eins og það kvikni á ljósaperu hjá fólki. 

„Polyamory er ekki gert til að gera hlutina einfaldari á neinn hátt. Þetta snýst um að deila fleiri stundum og elska meira, vera virkur í að kynnast sjálfum sér og öðrum, að elta þessa forvitni sem býr í brjósti okkar. Án þess myndirðu ekki kynnast öðru fólki jafn vel og upplifa og læra jafn mikið. Þetta er mjög heiðarlegt viðhorf.“ segir hann.

Jökull segir samband sitt og kærustu sinnar vera fyrsta opna samband þeirra beggja, en það hafi dregið þau enn nær hverju öðru. „Ef eitthvað kemur upp ræðum við það og erum fyrir vikið mjög góð að vinna í vandamálum sem koma upp.“

mbl.is

Innlent »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

Í gær, 17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

Í gær, 16:54 Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

Í gær, 16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

Í gær, 16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

Í gær, 15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

Í gær, 15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

Í gær, 14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

Í gær, 14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

Í gær, 14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

Í gær, 13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

Í gær, 13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

Í gær, 13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...