Langar að nýta skepnuna alla betur

Hildur Þóra Magnúsdóttir er stofnandi fyrirtækisins.
Hildur Þóra Magnúsdóttir er stofnandi fyrirtækisins.

Hildur Þóra Magnúsdóttir er eigandi sprotafyrirtækisins Pure Natura sem nú keppir fyrir Íslands hönd um ein stærstu matvælaverðlaun Norðurlandanna, Embluverðlaunin. Fyrirtækið framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni, meðal annars innmat úr íslenskum lömbum. Ekkert annað fyrirtæki í Evrópu er með slíka starfsemi.

Fyrir okkur snýst þetta rosalega mikið um að gera íslenska landbúnaðinum hærra undir höfði. Okkur finnst við vera svolítið aftarlega á merinni, samanborið við sjávarútveginn,“ segir Hildur Þóra Magnúsdóttir sem árið 2015 stofnaði skagfirska sprotafyrirtækið Pure Natura sem keppir um þessar mundir um Embluverðlaunin í Kaupmannahöfn. Um er að ræða matvælaverðlaun sem bændasamtök á Norðurlöndunum standa að í samvinnu við norrænu ráðherranefndina. Pure Natura keppir í flokknum matvælafrumkvöðull Norðurlandanna 2017 en fyrirtækið framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni, meðal annars innmat og kirtlum úr íslenskum lömbum, villtum jurtum og grænmeti. En hvernig skyldi þetta hafa byrjað?

Úti í guðsgrænni náttúrunni. Vörurnar eru meðal annars unnar úr ...
Úti í guðsgrænni náttúrunni. Vörurnar eru meðal annars unnar úr villtum jurtum og grænmeti.

„Ég sendi tillögu inn í hugmyndasamkeppni um þurrkun og nýtingu skjaldkirtla sláturdýra. Ég vann þá keppni og þá kom fyrsti styrkurinn. Í kjölfarið sótti ég um og fékk fleiri styrki til þess að rannsaka þetta viðfangsefni.“

Hildur fór síðar á námskeið hjá Sigríði Ævarsdóttur og við það fóru hjólin að snúast. „Ég fékk hana til liðs við mig því hún hefur þekkinguna á bak við allar vörurnar og býr til blöndurnar. Við lentum fyrst á hindrun sem við komumst ekki yfir varðandi hráefni þannig að við stigum eitt skref aftur á bak og hugsuðum upp á nýtt, hvernig við gætum haldið áfram og komið okkur áfram með vörur sem væru ekki umdeildar svo við næðum að skapa okkur nafn.“

Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í ...
Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í Fríhöfninni.

Segja má að fyrirtækið hafi verið í sókn síðan. „Nú erum við í vöruþróun og ætlum að koma með tvær nýjar vörur sína hvorum megin við næstu áramót. Við erum til dæmis að fara að nota lambaeistu og fleira hráefni því okkur langar að nýta skepnuna alla miklu betur.“

Eigum að búa til verðmæti

Hildur og Sigríður eru sammála um að of miklu sé hent af því sem til fellur við slátrun.

„Ef við horfum á hvað er búið að gera með fiskinn, nú er verið að nýta hann algjörlega upp til agna. En við í landbúnaðinum höfum einhvern veginn ekki verið að fylgja þessari þróun. Þannig að fyrir okkur snýst þetta svolítið um að búa til afurðir og verðmæti úr því kjöti sem að framleitt er, fyrst að það er til staðar,“ segir Hildur. Sigríður tekur í sama streng. „Það er miklu betra að nýta þetta í eitthvað sem gagnast fólki, í heimi þar sem margt fólk líður næringarskort á degi hverjum.“ Hildur bendir á að innmaturinn sem fyrirtækið notar sé 10-100 sinnum næringarríkari en kjötið af sömu skepnu. „Við erum ekki að fá nógu mikið fyrir afurðina sjálfa, við eigum að búa til verðmæti úr öllu því sem skepnan býður upp á.“

Pure Natura vörurnar eru unnar úr hágæða hráefni, meðal annars ...
Pure Natura vörurnar eru unnar úr hágæða hráefni, meðal annars úr innmat íslenska lambsins

Aðspurð segir Hildur viðtökurnar hafa verið alveg frábærar. „Við byrjuðum að selja á Íslandi í lok mars og það hefur gengið mjög vel. Erum að selja í ýmsum heilsubúðum og í Fríhöfninni. Íslenski markaðurinn er frábær að mörgu leyti til þess að prufa vörur en hann er helst til lítill fyrir fyrirtæki eins og okkar sem stefnir á að framleiða og skara fram úr.“ Pure Natura hefur því sett stefnuna á Bandaríkin. „Það er markaðurinn sem við horfum svolítið til vegna þess að þar er notkun á þessum vörum vel þekkt. Það er aðeins auðveldara að fara inn á markað þar sem að fólk þekkir eitthvað sambærilegt.“

Hildur segir mikinn áhuga vera á vörum Pure Natura á erlendum markaði. „Við erum komin með tvo dreifingaraðila sem vilja selja vörurnar okkar í Bandaríkjunum og þær eru núna í hefðbundnu skráningarferli. Við vonumst til þess að þær vörur geti komist á Bandaríkjamarkað strax í haust. Við erum líka að fara á sýningu sem að heitir Natural Product Expo í Baltimore í september.“

Pure Natura frumkvöðlarnir Hildur Magnúsdóttir, Rúna Kristín Sigurðardóttir og Sigríður ...
Pure Natura frumkvöðlarnir Hildur Magnúsdóttir, Rúna Kristín Sigurðardóttir og Sigríður Ævarsdottir.

Neytendur eru meðvitaðari en áður var

Spurð hvort Evrópa sé ekki næst á dagskrá segir Hildur að það sé aldrei að vita hvar tækifærin leynist.

„Embluverðlaunin í Kaupmannahöfn eru miðuð að Skandinavíu. Þannig að við fáum einhverja kynningu þar. Hver veit nema það opnist einhver tækifæri þar og við verðum komin með dreifingaraðila í Danmörku eða Noregi. Aldrei að vita nema að Evrópa fari að opnast meira fyrir þetta.“

Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í ...
Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í Fríhöfninni.

Þær Sigríður og Hildur eru sammála um að ákveðin vitundarvakning sé að verða meðal fólks. „Jarðvegurinn er einhvern veginn aðeins öðruvísi núna,“ segir Sigríður. Hildur tekur undir það. „Ég held að neytendur séu almennt að verða mun meðvitaðari. Neytendum í dag er ekki sama, upplýsingaflæðið býður upp á að fólk spyrji spurninga.“ Hildur leggur áherslu á að framleiðsluferlið sé eins og best verður á kosið. „Við hérna á Íslandi erum með frábæra aðstöðu til að vinna svona vörur. Við reynum að sjálfsögðu að passa upp á að þetta sé gert fagmannlega. Það á allt að vera sjálfbært. Við erum ekki að láta slátra skepnum fyrir okkur til þess að gera þetta, þessum skepnum er slátrað í öðrum tilgangi. Við hirðum afganginn sem í sumum tilfellum er fleygt, og í öðrum tilfellum fæst of lítið verð fyrir hann. Það eru því allir að græða á þessu ef þetta gengur upp,“ segir Hildur að lokum.

Innlent »

„Hef bara gaman af lífinu“

21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »

Gáfu tvö þúsund tonn af ís

21:05 Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið,“ segir Aldís. Meira »

Mikill meirihluti með breytingum

19:50 Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. Meira »

Gróandi sveit

19:45 Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

19:15 Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Dagurinn sem allt breyttist

19:15 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa. Meira »

Nokkrir hlauparar fluttir á slysadeild

17:50 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í kringum Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fór í morgun. Flytja þurfti á bilinu 7-9 hlaupara til aðhlynningar á slysadeild sökum örmögnunar og er það minna en mörg fyrri ár. Meira »

Glaður Dagur á Menningarnótt

16:55 „Það er allt á fullu alls staðar og hvar sem maður fer er fullt af fólki með bros á vör,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mikið er um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem Menningarnótt fer fram í 23. skiptið. Meira »

Stefnir í yfir 50% kjörsókn

16:45 Ágætislíkur eru á að kjörsókn fari yfir 50 prósent í íbúakosningum í Árborg þar sem íbúar kjósa um aðal- og deiliskipulag nýs miðbæjar á Selfossi. Þetta segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar. Meira »

Tuga hvala vaða við Rif

15:30 Hátt í hundrað grindhvalir hafa safnast saman innan hafnargarðsins við Rif á Snæfellsnesi. Ólíklegt er að um sömu hvalatorfu og varð innlyksa í Kolgrafafirði fyrr í mánuðinum sé að ræða þar sem kálfar eru í vöðunni við Rif. Björgunaraðilum hefur ekki tekist að reka þá út. Meira »

Missti sjónina á hálfu ári

13:59 Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson var 19 ára þegar hann missti sjónina, þá að ljúka námi á rafiðnaðarbraut og á fullu í fótbolta. Sjónin fór úr fullkominni hundrað prósenta sjón niður í fimm prósent á aðeins hálfu ári. Meira »

„Heppin að vera á lífi“

13:23 „Það hefur alltaf verið viðloðandi við kattahald að það séu einhverjir óábyrgir aðilar inn á milli. Við viljum ekki að það séu neinir kettlingar úti í kössum. Þessi grey eru bara heppin að vera á lífi. Þeir voru svo svakalega vannærðir og litlir. Þeir koma ekki úr góðum aðstæðum, það er alveg ljóst. Mamma þeirra var líka mjög vannærð,“ segir Halldóra Snorradóttir, forstöðukona Kattholts. Meira »

Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

12:37 Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Meira »

Munaði aðeins sjö sekúndum

11:55 Sigurvegarar í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru Helga Guðný Elíasdóttir og Florian Pyszel, en aðeins munaði sjö sekúndum á fyrsta og öðru sæti í karlaflokki. Meira »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiliskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Inntökupróf
Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin...