Langar að nýta skepnuna alla betur

Hildur Þóra Magnúsdóttir er stofnandi fyrirtækisins.
Hildur Þóra Magnúsdóttir er stofnandi fyrirtækisins.

Hildur Þóra Magnúsdóttir er eigandi sprotafyrirtækisins Pure Natura sem nú keppir fyrir Íslands hönd um ein stærstu matvælaverðlaun Norðurlandanna, Embluverðlaunin. Fyrirtækið framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni, meðal annars innmat úr íslenskum lömbum. Ekkert annað fyrirtæki í Evrópu er með slíka starfsemi.

Fyrir okkur snýst þetta rosalega mikið um að gera íslenska landbúnaðinum hærra undir höfði. Okkur finnst við vera svolítið aftarlega á merinni, samanborið við sjávarútveginn,“ segir Hildur Þóra Magnúsdóttir sem árið 2015 stofnaði skagfirska sprotafyrirtækið Pure Natura sem keppir um þessar mundir um Embluverðlaunin í Kaupmannahöfn. Um er að ræða matvælaverðlaun sem bændasamtök á Norðurlöndunum standa að í samvinnu við norrænu ráðherranefndina. Pure Natura keppir í flokknum matvælafrumkvöðull Norðurlandanna 2017 en fyrirtækið framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni, meðal annars innmat og kirtlum úr íslenskum lömbum, villtum jurtum og grænmeti. En hvernig skyldi þetta hafa byrjað?

Úti í guðsgrænni náttúrunni. Vörurnar eru meðal annars unnar úr ...
Úti í guðsgrænni náttúrunni. Vörurnar eru meðal annars unnar úr villtum jurtum og grænmeti.

„Ég sendi tillögu inn í hugmyndasamkeppni um þurrkun og nýtingu skjaldkirtla sláturdýra. Ég vann þá keppni og þá kom fyrsti styrkurinn. Í kjölfarið sótti ég um og fékk fleiri styrki til þess að rannsaka þetta viðfangsefni.“

Hildur fór síðar á námskeið hjá Sigríði Ævarsdóttur og við það fóru hjólin að snúast. „Ég fékk hana til liðs við mig því hún hefur þekkinguna á bak við allar vörurnar og býr til blöndurnar. Við lentum fyrst á hindrun sem við komumst ekki yfir varðandi hráefni þannig að við stigum eitt skref aftur á bak og hugsuðum upp á nýtt, hvernig við gætum haldið áfram og komið okkur áfram með vörur sem væru ekki umdeildar svo við næðum að skapa okkur nafn.“

Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í ...
Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í Fríhöfninni.

Segja má að fyrirtækið hafi verið í sókn síðan. „Nú erum við í vöruþróun og ætlum að koma með tvær nýjar vörur sína hvorum megin við næstu áramót. Við erum til dæmis að fara að nota lambaeistu og fleira hráefni því okkur langar að nýta skepnuna alla miklu betur.“

Eigum að búa til verðmæti

Hildur og Sigríður eru sammála um að of miklu sé hent af því sem til fellur við slátrun.

„Ef við horfum á hvað er búið að gera með fiskinn, nú er verið að nýta hann algjörlega upp til agna. En við í landbúnaðinum höfum einhvern veginn ekki verið að fylgja þessari þróun. Þannig að fyrir okkur snýst þetta svolítið um að búa til afurðir og verðmæti úr því kjöti sem að framleitt er, fyrst að það er til staðar,“ segir Hildur. Sigríður tekur í sama streng. „Það er miklu betra að nýta þetta í eitthvað sem gagnast fólki, í heimi þar sem margt fólk líður næringarskort á degi hverjum.“ Hildur bendir á að innmaturinn sem fyrirtækið notar sé 10-100 sinnum næringarríkari en kjötið af sömu skepnu. „Við erum ekki að fá nógu mikið fyrir afurðina sjálfa, við eigum að búa til verðmæti úr öllu því sem skepnan býður upp á.“

Pure Natura vörurnar eru unnar úr hágæða hráefni, meðal annars ...
Pure Natura vörurnar eru unnar úr hágæða hráefni, meðal annars úr innmat íslenska lambsins

Aðspurð segir Hildur viðtökurnar hafa verið alveg frábærar. „Við byrjuðum að selja á Íslandi í lok mars og það hefur gengið mjög vel. Erum að selja í ýmsum heilsubúðum og í Fríhöfninni. Íslenski markaðurinn er frábær að mörgu leyti til þess að prufa vörur en hann er helst til lítill fyrir fyrirtæki eins og okkar sem stefnir á að framleiða og skara fram úr.“ Pure Natura hefur því sett stefnuna á Bandaríkin. „Það er markaðurinn sem við horfum svolítið til vegna þess að þar er notkun á þessum vörum vel þekkt. Það er aðeins auðveldara að fara inn á markað þar sem að fólk þekkir eitthvað sambærilegt.“

Hildur segir mikinn áhuga vera á vörum Pure Natura á erlendum markaði. „Við erum komin með tvo dreifingaraðila sem vilja selja vörurnar okkar í Bandaríkjunum og þær eru núna í hefðbundnu skráningarferli. Við vonumst til þess að þær vörur geti komist á Bandaríkjamarkað strax í haust. Við erum líka að fara á sýningu sem að heitir Natural Product Expo í Baltimore í september.“

Pure Natura frumkvöðlarnir Hildur Magnúsdóttir, Rúna Kristín Sigurðardóttir og Sigríður ...
Pure Natura frumkvöðlarnir Hildur Magnúsdóttir, Rúna Kristín Sigurðardóttir og Sigríður Ævarsdottir.

Neytendur eru meðvitaðari en áður var

Spurð hvort Evrópa sé ekki næst á dagskrá segir Hildur að það sé aldrei að vita hvar tækifærin leynist.

„Embluverðlaunin í Kaupmannahöfn eru miðuð að Skandinavíu. Þannig að við fáum einhverja kynningu þar. Hver veit nema það opnist einhver tækifæri þar og við verðum komin með dreifingaraðila í Danmörku eða Noregi. Aldrei að vita nema að Evrópa fari að opnast meira fyrir þetta.“

Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í ...
Pure Natura vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í Fríhöfninni.

Þær Sigríður og Hildur eru sammála um að ákveðin vitundarvakning sé að verða meðal fólks. „Jarðvegurinn er einhvern veginn aðeins öðruvísi núna,“ segir Sigríður. Hildur tekur undir það. „Ég held að neytendur séu almennt að verða mun meðvitaðari. Neytendum í dag er ekki sama, upplýsingaflæðið býður upp á að fólk spyrji spurninga.“ Hildur leggur áherslu á að framleiðsluferlið sé eins og best verður á kosið. „Við hérna á Íslandi erum með frábæra aðstöðu til að vinna svona vörur. Við reynum að sjálfsögðu að passa upp á að þetta sé gert fagmannlega. Það á allt að vera sjálfbært. Við erum ekki að láta slátra skepnum fyrir okkur til þess að gera þetta, þessum skepnum er slátrað í öðrum tilgangi. Við hirðum afganginn sem í sumum tilfellum er fleygt, og í öðrum tilfellum fæst of lítið verð fyrir hann. Það eru því allir að græða á þessu ef þetta gengur upp,“ segir Hildur að lokum.

Innlent »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19:45 „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...