„Maður við mann alla leiðina“

Gríðarlegur fjöldi leggur leið sína inn í Reykjadal á degi ...
Gríðarlegur fjöldi leggur leið sína inn í Reykjadal á degi hverjum. Síðustu ár hefur verið unnið að uppbyggingu á svæðinu til þess að mæta aukinni aðsókn. Byggðar hafa verið brýr, pallar og vegir lagfærðir. mbl.is/Golli

Heiti lækurinn í Reykjadal nýtur gríðarlegra vinsælda meðal ferðamanna sem leggja leið sína í dalinn allt árið um kring. Miklar breytingar hafa orðið á aðstöðunni til þess að halda í við aukið álag á svæðinu.

Þegar blaðamaður og ljósmyndari mbl.is heimsóttu dalinn í vikunni mættu þau fjölda ferðamanna víða að úr heiminum. Flestir þeirra sem blaðamaður ræddi við voru að koma þangað í fyrsta sinn. Ungt par frá Austuríki lýsti yfir undrun sinni á því hversu heitt vatnið hafi verið en slíkt höfðu þau aldrei upplifað áður.

Tveir Svíar voru á leiðinni upp í dalinn þegar blaðamaður stoppaði þá. Var annar þeirra að koma þangað í annað sinn og sagðist vera hissa hversu mikið svæðið hafi breyst á örfáum árum.

Bílastæðið nær ekki utan um fjöldann

Helga Kristjánsdóttir hjá Hveragerðisbæ segir gríðarlegan fjölda ferðamanna ganga inn í Reykjadal á degi hverjum. „Það er maður við mann alla leiðina upp eftir á mesta álagstíma,“ segir hún.

Verið sé að vinna í því að koma upp almennilegu bílastæði og aðstöðu fyrir þá sem leggja ferð sína um dalinn en það litla malarplan sem nú er á staðnum rúmar ekki alla bílana og leggur fólk því meðfram veginum. „Á góðum degi ná bílarnir nánast upp allan veginn,“ segir Helga.

Það litla malarplan sem nú er á staðnum rúmar ekki ...
Það litla malarplan sem nú er á staðnum rúmar ekki alla bílana og leggur fólk því meðfram veginum. „Á góðum degi ná bílarnir nánast upp allan veginn,“ segir Helga. mbl.is/Golli

Laga göngustíga og byggja brýr

Reykjadalurinn tilheyrir sveitarfélaginu Ölfusi en í samvinnu við það eru Hveragerðisbær, Landbúnaðarháskólinn að Reykjum og Eldhestar að vinna saman að uppbyggingu á svæðinu. Til verksins hefur fengist styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Helga segir að síðustu ár hafi þau verið að vinna í því verkefni að laga göngustíginn og byggja brýr, hestagerði og fleira. „Hann er orðinn mikið betri göngustígurinn en hann var en hann hefði aldrei þolað þennan fjölda sem er þessa dagana ef hann hefði ekki verði lagfærður.“

Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Landbúnaðarháskólinn að Reykjum og Eldhestar vinna saman ...
Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Landbúnaðarháskólinn að Reykjum og Eldhestar vinna saman að uppbyggingu á svæðinu. mbl.is/Golli

Þarf landvörð á svæðið

Meðal þess sem hefur verið gert er að lagfæra göngustíga, byggja brú yfir á sem áður var stikluð og yfir einn hver sem farinn var að brjóta land í kringum sig. Þá hafa verið byggðir timburpallar við lækinn þar sem hægt er að skipta um föt og geyma föt í þurru á meðan fólk baðar sig.

Helga segir að þrátt fyrir að Reykjadalurinn tilheyri ekki Hveragerði standi hann íbúum þar mjög nærri enda fara flestallir sem þangað ætla í gegnum bæinn. Þau geri sitt besta til þess að halda honum snyrtilegum en helst þyrfti að vera á staðnum landvörður sem hefði yfirsýn með svæðinu.

Ferðamennirnir voru vel klæddir í júlíblíðunni. Á bak við þá ...
Ferðamennirnir voru vel klæddir í júlíblíðunni. Á bak við þá má sjá bílaröðina sem myndast á veginum. mbl.is/Golli
Heiti lækurinn í Reykjadal nýtur gríðarlegra vinsælda meðal ferðamanna sem ...
Heiti lækurinn í Reykjadal nýtur gríðarlegra vinsælda meðal ferðamanna sem leggja leið sína í dalinn allt árið um kring. mbl.is/Golli
mbl.is

Innlent »

Dúxinn með 9,83 í MH

Í gær, 21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Í gær, 19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

Í gær, 18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

Í gær, 18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

Í gær, 17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

Í gær, 17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

Í gær, 16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

Í gær, 16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

Í gær, 16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

Í gær, 15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

Í gær, 15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

Í gær, 15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

Í gær, 12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

Í gær, 11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

Í gær, 11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

Í gær, 09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

Í gær, 08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

Í gær, 07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

í fyrradag Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...