„Maður við mann alla leiðina“

Gríðarlegur fjöldi leggur leið sína inn í Reykjadal á degi ...
Gríðarlegur fjöldi leggur leið sína inn í Reykjadal á degi hverjum. Síðustu ár hefur verið unnið að uppbyggingu á svæðinu til þess að mæta aukinni aðsókn. Byggðar hafa verið brýr, pallar og vegir lagfærðir. mbl.is/Golli

Heiti lækurinn í Reykjadal nýtur gríðarlegra vinsælda meðal ferðamanna sem leggja leið sína í dalinn allt árið um kring. Miklar breytingar hafa orðið á aðstöðunni til þess að halda í við aukið álag á svæðinu.

Þegar blaðamaður og ljósmyndari mbl.is heimsóttu dalinn í vikunni mættu þau fjölda ferðamanna víða að úr heiminum. Flestir þeirra sem blaðamaður ræddi við voru að koma þangað í fyrsta sinn. Ungt par frá Austuríki lýsti yfir undrun sinni á því hversu heitt vatnið hafi verið en slíkt höfðu þau aldrei upplifað áður.

Tveir Svíar voru á leiðinni upp í dalinn þegar blaðamaður stoppaði þá. Var annar þeirra að koma þangað í annað sinn og sagðist vera hissa hversu mikið svæðið hafi breyst á örfáum árum.

Bílastæðið nær ekki utan um fjöldann

Helga Kristjánsdóttir hjá Hveragerðisbæ segir gríðarlegan fjölda ferðamanna ganga inn í Reykjadal á degi hverjum. „Það er maður við mann alla leiðina upp eftir á mesta álagstíma,“ segir hún.

Verið sé að vinna í því að koma upp almennilegu bílastæði og aðstöðu fyrir þá sem leggja ferð sína um dalinn en það litla malarplan sem nú er á staðnum rúmar ekki alla bílana og leggur fólk því meðfram veginum. „Á góðum degi ná bílarnir nánast upp allan veginn,“ segir Helga.

Það litla malarplan sem nú er á staðnum rúmar ekki ...
Það litla malarplan sem nú er á staðnum rúmar ekki alla bílana og leggur fólk því meðfram veginum. „Á góðum degi ná bílarnir nánast upp allan veginn,“ segir Helga. mbl.is/Golli

Laga göngustíga og byggja brýr

Reykjadalurinn tilheyrir sveitarfélaginu Ölfusi en í samvinnu við það eru Hveragerðisbær, Landbúnaðarháskólinn að Reykjum og Eldhestar að vinna saman að uppbyggingu á svæðinu. Til verksins hefur fengist styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Helga segir að síðustu ár hafi þau verið að vinna í því verkefni að laga göngustíginn og byggja brýr, hestagerði og fleira. „Hann er orðinn mikið betri göngustígurinn en hann var en hann hefði aldrei þolað þennan fjölda sem er þessa dagana ef hann hefði ekki verði lagfærður.“

Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Landbúnaðarháskólinn að Reykjum og Eldhestar vinna saman ...
Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Landbúnaðarháskólinn að Reykjum og Eldhestar vinna saman að uppbyggingu á svæðinu. mbl.is/Golli

Þarf landvörð á svæðið

Meðal þess sem hefur verið gert er að lagfæra göngustíga, byggja brú yfir á sem áður var stikluð og yfir einn hver sem farinn var að brjóta land í kringum sig. Þá hafa verið byggðir timburpallar við lækinn þar sem hægt er að skipta um föt og geyma föt í þurru á meðan fólk baðar sig.

Helga segir að þrátt fyrir að Reykjadalurinn tilheyri ekki Hveragerði standi hann íbúum þar mjög nærri enda fara flestallir sem þangað ætla í gegnum bæinn. Þau geri sitt besta til þess að halda honum snyrtilegum en helst þyrfti að vera á staðnum landvörður sem hefði yfirsýn með svæðinu.

Ferðamennirnir voru vel klæddir í júlíblíðunni. Á bak við þá ...
Ferðamennirnir voru vel klæddir í júlíblíðunni. Á bak við þá má sjá bílaröðina sem myndast á veginum. mbl.is/Golli
Heiti lækurinn í Reykjadal nýtur gríðarlegra vinsælda meðal ferðamanna sem ...
Heiti lækurinn í Reykjadal nýtur gríðarlegra vinsælda meðal ferðamanna sem leggja leið sína í dalinn allt árið um kring. mbl.is/Golli
mbl.is

Innlent »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

Í gær, 21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »

Búast við einstakri stemningu

Í gær, 20:51 Þeir lofa skemmtun, stuði, óvæntum uppákomum og tónlist af bestu sort í Laugardalshöll annað kvöld. Fjórmenningarnir í Duran Duran eru hingað komnir til að halda tónleika og hlakka til að skemmta íslenskum aðdáendum sínum og rifja upp að á fyrri tónleikum sínum hér hafi verið einstök stemning. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Til leigu 2-3ja herb.íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn. ALLT til ALL...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...