Framkvæmdastjóri Sólheima segir af sér

Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastóri Sólheima, hefur sagt af sér. Staðgengill …
Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastóri Sólheima, hefur sagt af sér. Staðgengill hans er Einar Páll Bjarnason fjármálastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Breytingar eru fram undan hjá framkvæmdastjórn Sólheima eftir að Guðmundur Ármann Pétursson, sitjandi framkvæmdastjóri, sagði upp störfum þar í síðustu viku. 

Fjármálastjóri, Einar Páll Bjarnason, mun tímabundið taka við starfi framkvæmdastjóra þar til nýr framkvæmdastjóri verður kosinn í haust. Sagt var frá því að Guðmundur væri að hætta í Fréttablaðinu í morgun.

Guðmundur Ármann Pétursson hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra á Sólheimum í nær 29 ár en þar áður vann hann þar fjölbreytt störf. Hann situr einnig í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps ásamt því að vera í stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi. Hann er með mastersgráðu í umhverfis- og orkufræðum frá University of East London ásamt því að vera rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert