Ólíklegt að kynferðisbrotamaður yrði skipaður réttargæslumaður

mbl.is

Það er ekkert sem beinlínis hindrar það með lögum að lögmaður, sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisafbrot en hefur endurheimt lögmannsréttindi sín, sé skipaður réttargæslumaður þolanda kynferðisofbeldis. Aftur á móti eru ákveðnir varnaglar í kerfinu sem ættu að koma í veg fyrir slíkt. Þetta segir dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

„Sömu reglur gildi um tilnefningu, skipun og hæfi réttargæslumanna og verjenda,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari.

Það eru aðeins lögmenn sem geta orðið réttargæslumenn en lögregla tilnefnir réttargæslumenn og dómari skipar þá eftir að mál er höfðað. Áður en það gerist skal gefa brotaþola sjálfum kost á að benda á lögmann en við skipun eða tilnefningu réttargæslumanns skal að jafnaði fara að ósk brotaþola.

Yngri en 18 ára alltaf skipaður réttargæslumaður

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að tilnefna réttargæslumann ef rannsókn máls beinist að kynferðisafbroti og brotaþoli óskar þess. Ávallt skal þó tilnefna réttargæslumann ef brotaþoli hefur ekki náð 18 ára aldri þegar rannsókn hefst skv. 41. grein laganna. Skyldan nær einnig til ákveðinna annarra brota ef brotaþoli óskar réttargæslumanns. Að auki er lögreglu heimilt að tilnefna brotaþola réttargæslumann þótt hann hafi ekki óskað þess ef hann er ekki fær um að gæta hagsmuna sinna sem skyldi við rannsókn slíkra mála.

Þegar skilyrði eru til þess að tilnefna réttargæslumann skal það gert jafnskjótt og tilefni gefst. Tilnefning fellur sjálfkrafa úr gildi við skipun réttargæslumanns en þegar mál hefur verið höfðað er það dómari sem skipar réttargæslumann.

Þá er brotaþola heimilt að ráða lögmann á sinn kostnað til að gæta hagsmuna sinna en lögmaður sem brotaþoli hefur ráðið án atbeina dómara eða lögreglu hefur sömu réttindi og skyldur og réttargæslumaður eftir því sem við á. Við skipun eða tilnefningu réttargæslumanns skal að jafnaði fara að ósk brotaþola en dómari og lögregla geta neitað að skipa eða tilnefna þann sem óskað er eftir.

Varnaglar til staðar

„Það er ekkert í lögunum sem beinlínis bannar það en lögregla þarf að gæta að því að það sé einhver tilnefndur sem er góður og vel hæfur,“ segir Kristín, spurð hvort lögmaður, sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisafbrot en hefur endurheimt lögmannsréttindi sín, geti verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður fórnarlambs kynferðisofbeldis.

„Það að einhver sé tilnefndur eða skipaður, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, er afar ólíklegt að myndi gerast,“ segir Kristín. „Það eru náttúrulega ákveðnir varnaglar í tengslum við tilnefningu lögreglu og skipun dómara,“ bætir hún við.

Í grunninn geti brotaþoli þó alltaf valið lögmann. Erfiðara gæti verið að bregðast við því ef brotaþoli velur sér lögmann, án þess að vita að viðkomandi hafi verið fundinn sekur um kynferðisafbrot. „Auðvitað getur komið upp sú staða að þeir viti það ekki,“ segir Kristín. „En þá bæri lögreglu skylda til að upplýsa um það.“

mbl.is

Innlent »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Tæplega 440 útskrifast í dag

10:42 Tæplega 440 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskrást frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Meira »

Ekkert tjón hjá N1

10:29 Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt fyrir að vatn flæddi um götuna. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Meira »

Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

10:23 Fimm manna úrslitakeppni í keppninni Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag. Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Meira »

Björgunarsveitarmenn festu skiltið

09:45 Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

09:42 Helstu vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en þó er krapi á Hellisheiði sem verið er að hreinsa. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fróðárheiði er lokuð vegna ófærðar, sem og Þingskálavegur (nr. 268) sem er ófær vegna vatnsskemmda. Meira »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »

Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

09:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbænum. Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

Suðaustanstormur á leið austur

07:39 Suðaustanstormur er á leið austur yfir landið og rignir talsvert samfara skilunum. Mikil úrkoma verður suðaustanlands fram undir hádegi. Meira »
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...