Vilja að lundinn njóti vafans

Fyrra lundarallið sýndi einungis 40% ábúð lunda í Eyjum. Í …
Fyrra lundarallið sýndi einungis 40% ábúð lunda í Eyjum. Í fyrra var ábúðin 77% mbl.is/RAX

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir ekki hægt að útiloka að hætt verði við að leyfa lundaveiðar í þrjá daga í næsta mánuði, verði niðurstaða seinna lundarallsins jafnsvört og hin fyrri var, sem sýndi einungis 40% ábúð lunda í Vestmannaeyjum.

„Við erum með þá stefnu að lundinn njótið ávallt vafans, en við erum líka með þá stefnu að ábyrgðina á veiðum og valið að veiða ekki eigi ekki að taka alfarið frá veiðimönnum,“ segir Elliði um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja, fulltrúar D lista, ákvað á síðasta fundi sínum að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum í þrjá daga í ágúst, 11., 12. og 13. Fulltrúi E-lista vildi fresta ákvörðun vegna þess hve lítið hefði sést af lunda síðustu vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert