Ahmadi-fjölskyldan er hólpin

Anisa með Mikael litla í febrúar. Hann fæddist á Landspítalanum ...
Anisa með Mikael litla í febrúar. Hann fæddist á Landspítalanum í desember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ahmadi-fjölskyldan frá Afganistan, sem sótti um hæli hér á landi í desember árið 2015, hefur fengið bestu mögulegu niðurstöðu í sitt mál hjá Útlendingastofnun: Alþjóðlega vernd til fjögurra ára. 

„Þetta þýðir að nú eru þau hólpin,“ segir Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er besta niðurstaðan sem hægt er að fá.“

Fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi hér á landi næstu fjögur árin og að þeim tíma liðnum verður það endurnýjað og er þá ótímabundið. Eftir fimm ár getur hún sótt um íslenskan ríkisborgararétt. „Þau eru komin í örugga höfn,“ segir Eva Dóra sem samgleðst fjölskyldunni innilega. „Ég er svo glöð í hjarta mínu að það hálfa væri nóg.“

Eva Dóra fór með fjölskyldunni í hádeginu í dag í Útlendingastofnun þar sem ákvörðunin var tilkynnt. „Þau voru vitanlega ofsalega glöð,“ segir hún um viðbrögð fjölskyldunnar. „Við táruðumst öll en svo var brosað og hlegið.“ 

Fyrir einu og hálfu ári kom Ahmadi-fjölskyldan, sem þá taldi sjö einstaklinga, hingað til lands, hjón­in An­isa og Mir Ahmad, börn­in þeirra þrjú og Za­hra og Ali Ahmad, for­eldr­ar Mir Ahmads. Lítill drengur fæddist svo hjónunum á Landspítalanum í desember á síðasta ári.

Fjölskyldan hefur gengið í gegnum miklar raunir. 

Fyr­ir um þremur árum varð hún fyr­ir árás talib­ana í þorp­inu sínu, Meyd­an Yar­dak, í Af­gan­ist­an. Af­leiðing­ar árás­ar­inn­ar voru bæði and­leg­ar og lík­am­leg­ar. 

Ahmadi-fjölskyldan (f.v.): Ali Ahmad, Mir Ahmad, Anisa, Mikael litli og ...
Ahmadi-fjölskyldan (f.v.): Ali Ahmad, Mir Ahmad, Anisa, Mikael litli og Zahra. Þrjú börn til viðbótar eru í fjölskyldunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í kjöl­far henn­ar lögðu þau á flótta. Þau höfðu viðkomu í Þýskalandi á leið sinni til Íslands. En vikudvöl þar reynd­ist af­drifa­rík. Stjórn­völd létu Mir Ahmad gefa fingra­för sín og þar með var litið svo á að hann hefði sótt þar um dval­ar­leyfi. Þegar fjöl­skyld­an sótti svo um hæli á Íslandi fékk hún synj­un í fyrstu og til stóð að senda hana aft­ur til Þýska­lands á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar. En Útlendingastofnun komst að lokum að annarri niðurstöðu.

„Það grundvallaðist helst af viðkvæmri stöðu barnanna,“ segir Eva Dóra. Áhrif árásarinnar á börnin þrjú voru mikil, sérstaklega á stúlkuna. Ljóst þykir að hún mun glíma við þau alla sína ævi. Eva Dóra segir að kærunefndin hafi í dag komist að þeirri niðurstöðu að fjölskyldan teljist í það viðkvæmri stöðu að það beri að beita undanþáguheimild frá Dyflinnar-reglugerðinni og veita fjölskyldunni hæli hér á landi.

Þegar mbl.is heimsótti fjölskylduna í febrúar lýsti fullorðna fólkið því hversu heitt það þráði að fá að eiga heima á Íslandi. Börnin höfðu aðlagast nokkuð vel og leið vel í skóla og leikskóla í Breiðholtinu þar sem fjölskyldan býr.

„Þau segjast nú loks geta farið að sofa róleg,“ segir Eva Dóra. Fjölskyldan sé einstaklega þakklát fyrir þessa niðurstöðu og alla þá Íslendinga sem aðstoðað hafa hana við að fóta sig í samfélaginu.

mbl.is

Innlent »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19:45 „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...