Tímamót í sögu fuglamerkinga á Íslandi

Fuglinn skilaði sér yfir hafið aftur í sumar heim til …
Fuglinn skilaði sér yfir hafið aftur í sumar heim til Skotlands. Ljósmynd/Hugh Insley

„Það er mjög óvenjulegt að flækingsfuglar endurheimtist aftur, þeir finnast oftast dauðir hér á landi. Þessi hefur hins vegar komist aftur heim til Bretlandseyja.“

Þetta segir Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, í Morgunblaðinu í dag en í fyrradag urðu tímamót í sögu fuglamerkinga á Íslandi þegar í ljós kom að hettusöngvari (Sylvia atricapilla), lítill, evrasískur spörfugl á stærð við auðnutittling, sem flækst hafði til landsins í fyrra, skilaði sér yfir hafið aftur í sumar að Inverness í Skotlandi. Sá sem náði honum þar var heimamaður, Hugh Insley.

Um er að ræða kvenfugl sem hafði komið í svokallað mistnet á Hvanneyrarhólnum á Siglufirði 3. nóvember í fyrra og fékk í kjölfarið álmerki um annan fótinn og var sleppt að því búnu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »