Breytt landslag á póstmarkaði?

Alþjónustan stendur að fullu undir sér í nokkrum Evrópulöndum, s.s. ...
Alþjónustan stendur að fullu undir sér í nokkrum Evrópulöndum, s.s. Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi. Sums staðar er kostnaði vegna þjónustunnar dreift á póstrekendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum talað fyrir því í tæp 15 ár, stjórnendur hér hjá Póstinum, að það þjónaði ekki hagsmunum Íslandspósts að viðhalda þessum einkarétti. Þannig að við fögnum því að það sé komið að því að afnema hann.“ Þetta segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts ohf., um frumvarp til nýrra póstlaga, sem lagt verður fram í haust.

Umræddur einkaréttur nær til bréfa undir 50 grömmum, til útgáfu frímerkja og uppsetningar póstkassa. Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður aðgengi notenda að alþjónustu tryggt áfram, annaðhvort með því að bjóða þjónustuna út eða útnefna alþjónustuveitanda.

„Það er stór hluti af alþjónustunni sem stendur ágætlega undir sér; þetta er fyrst og fremst spurning um þann hluta þjónustunnar sem stendur ekki undir sér. Og það er á svokölluðum „óvirkum markaðssvæðum“ þar sem enginn hefur áhuga á að sinna þjónustunni,“ segir Ingimundur.

Í athugasemdum með frumvarpsdrögunum segir að ómögulegt sé að segja til um kostnað af alþjónustunni í framtíðinni en ef skyldurnar innan þjónustunnar verði svipaðar og nú geri Póst- og fjarskiptastofnun ráð fyrir að hann gæti numið 200-400 milljónum króna á ári.

Íslandspóstur segir kostnaðinn hins vegar um 1 milljarð, þar sem alþjónustubyrðin í þéttbýli nemi 561 milljón króna.

Ingimundur segir útgjöldin vegna dreifingar á dreifbýlum svæðum hafa verið sótt í verðlagningu einkaréttarbréfanna, þ.e. póstsendinga undir 50 grömmum.

Hvað varðar mögulegar lagabreytingar segir Ingimundur að Pósturinn hafi lagt ...
Hvað varðar mögulegar lagabreytingar segir Ingimundur að Pósturinn hafi lagt á það áherslu að póstþjónustan yrði opnuð og dregið úr eftirlitsþættinum, sem hafi verið mjög íþyngjandi fyrir reksturinn.

„Verðlagning einkaréttarbréfanna hefur staðið undir kostnaðinum við dreifingu á óvirkum markaðssvæðum, þar sem tekjurnar hafa ekki verið nægar þar. Og ef einkarétturinn fellur niður og Pósturinn er að keppa á samkeppnismarkaði um dreifingu bréfa, þá mun verðlagning bréfanna á virkum markaðssvæðum ráðast af tilkostnaði við dreifingu þar. Þá er hægt að lækka burðargjöldin í þéttbýlinu verulega en þá stendur eftir hvernig á að greiða á öðrum svæðum þar sem enginn vill sinna alþjónustunni. Það er atriði sem þingið verður væntanlega að horfa til og svara,“ segir forstjórinn. 

Í frumvarpsdrögunum er gengið út frá því að ríkið muni greiða fyrir þá þjónustu sem talin er nauðsynleg og ekki hægt að veita á markaðsforsendum. Ingimundur tekur undir að í raun yrði þá um að ræða tilfærslu þannig að póstburðargjöld í þéttbýli myndu lækka en þess í stað þyrftu skattgreiðendur að greiða fyrir þjónustuna í dreifbýlinu úr ríkissjóði, þ.e. til þess fyrirtækis sem sinnti þjónustunni.

Getur Pósturinn starfað á samkeppnismarkaði?

Hvað varðar áhrif nýrra laga á rekstur Íslandspósts og starfsmannafjölda, segir Ingimundur framhaldið velta á skiptingu markaðarins.

„Á Norðurlöndunum er bréfadreifingin að langstærstum hluta í höndum póstfyrirtækjanna, þó að það séu mörg ár frá því að einkarétturinn var afnuminn þar. Þannig að ef það yrði reyndin hér þá þyrfti ekki að koma til mikilla breytinga. En maður veit svo sem ekkert hvernig markaðurinn mun þróast, þannig að það fylgir þessu ákveðin óvissa.“

En hefur komið til tals að leggja þetta alfarið í hendur einkaaðila og leggja hið opinbera hlutafélag Íslandspóst niður?

„Ekki hefur það borist í mín eyru,“ segir Ingimundur. „En væntalega hafa menn horft til þess á sínum tíma, þegar Pósti og síma var breytt úr stofnun í hlutafélög; að menn ætluðu að láta Póstinn, á sama hátt og Símann, starfa bara á virkum markaði. Þá er náttúrulega lykilspurningin sú hvort það sé eitthvað vit í því að ríkið sé að eiga flutningafyrirtæki eins og Póstinn. Því verður hver að svara fyrir sig. Þá er stóra spurningin hvort ríkið vilji ekki bara selja hlutinn sinn og þá er möguleiki að sameina Póstinn öðrum eða bara reka hann á sömu forsendum í prívateigu.“

Ljóst er að Pósturinn er í yfirburðastöðu hvað varðar dreifingu ...
Ljóst er að Pósturinn er í yfirburðastöðu hvað varðar dreifingu bréfa. mbl.is/Árni Sæberg

En er það sanngjarnt? Er hægt að opna markaðinn og segjast ætla að koma á samkeppni þegar Pósturinn er í mikilli yfirburðastöðu með þetta dreifikerfi og þessa starfsemi?

 „Það er bara matsatriði,“ svarar Ingimundur. „Það eru ýmsir aðrir hér á sambærilegum markaði og Pósturinn með ágætismarkaðshlutdeild, til dæmis í pökkum. Við erum ekki með yfirgnæfandi markaðshlutdeild þar. Og í raun hefur Pósturinn verið að breytast úr því að vera bréfafyrirtæki með nokkra pakka í að vera pakka- eða vöruflutningafyrirtæki með nokkur bréf. Og maður sér alveg fram á það að bréfum fækki enn frekar. Þannig að það blasir við að Pósturinn er fyrst og fremst vöruflutningafyrirtæki og verður það.“ 

Eignarhald ríkisins tilfinningalegt

Bréfum innan einkaréttar Íslandspósts hefur fækkað úr 60 milljónum bréfa í 26 milljónir bréfa á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur hins vegar setið eitt að þjónustunni. Sér Ingimundur fyrir sér að það gæti breyst?

„Já, það gæti gerst með afnámi einkaréttarins,“ segir hann. „Ég geri alveg fastlega ráð fyrir því að þeir sem eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og í stærri þéttbýliskjörnum muni að minnsta kosti skoða það að setja bréfin í þá farvegi sína. Slíkir farvegir eru til. En hvort þeir fara saman þegar á reynir veit maður ekki. Það reyndist okkur til dæmis ekki heppilegt að dreifa blöðum, það er að segja dagblöðum, og bréfum í sama farveg. Það getur verið að einhverjum öðrum takist það betur. Þannig að það eru pípur fyrir þetta allt saman fyrir hendi í þéttbýli en vandinn lýtur fyrst og fremst að dreifbýlinu. Þannig að með þetta í huga eru svo sem fullar forsendur til að selja hlut ríkisins í vöruflutningafyrirtæki, ef menn vilja það.“

Árið 2012 sögðust 60% svarenda könnunar stjórnvalda að það hentaði ...
Árið 2012 sögðust 60% svarenda könnunar stjórnvalda að það hentaði þeim prýðilega að fá póstinn þrisvar í viku í stað fimm sinnum í viku. mbl.is/Árni Sæberg

En þá spyr maður aftur; verður það fyrirtæki ekki alltaf í yfirburðastöðu? Verður ekki að leggja Póstinn niður til að skapa samkeppnisskilyrði?

„Nei, ég get nú ekki séð það endilega. Þetta er það sem menn hafa verið að gera í Evrópu meira og minna. En menn geta spurt sig að því hvenær rétti tímapunkturinn er til að selja ef menn vilja selja. Hvort menn gera það strax eða eftir einhver ár. En það er búið að selja póstfyrirtæki víða.“

Ingimundur bendir enn fremur á að umtalsverð verðmæti liggi í Íslandspósti, sem ríkið ætti ekki að láta fara forgörðum.

Í drögum að nýja frumvarpinu kemur fram að alþjónustan hafi víðast hvar verið tryggð með því að útefna alþjónustuveitanda, sem hefur iðulega verið fyrrverandi einkaleyfishafi viðkomandi ríkis. Á Norðurlöndunum eru fyrirtækin sem sinna þjónustunni enn í eigu ríkisins.

„Ég held að rökin á bak við það séu tilfinningaleg; að þetta sé svo mikil grunnþjónusta sem þarf að tryggja með öruggum hætti að menn vilja hafa fingur ríkisins á því. En ég hef ekki heyrt þau rök að þessi fyrirtæki séu betur í stakk búin í samkeppni. Það er jafnvel kannski öfugt. Sumir vilja meina að fyrirtæki í eigu ríkisins eigi erfiðara uppdráttar í samkeppni en önnur fyrirtæki,“ segir Ingimundur.

Drög að frumvarpinu er að finna á heimasíðu samgöngu- og sveitastjórarráðuneytisins en umsagnarfrestur er til 14. ágúst nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsóknar lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Skúli gefur kost á sér í 3ja sæti

14:24 Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil og hefur stýrt skóla- og frístundamálum á þeim tíma. Meira »

Líkfundur í Öræfum

14:01 Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en þær höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus. Meira »

Uppbygging á Kringlureit á næstu árum

13:50 Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Meira »

Vill Árna Pál í Brexit-málið

13:46 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Varar við tjörublæðingum

13:33 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á leiðinni á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar í dag. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Guðni flutti ávarp á sænsku

13:23 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók til máls á sænsku þegar hann ávarpaði gesti í sænsku konungshöllinni nú rétt í þessu. Sýnt var frá ávarpinu beint á vef konungshallarinnar. Meira »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

13:24 Hálka eða snjóþekja á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð og unnið er að mokstri í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Guðni í beinni frá konungshöllinni

13:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Karl Gústaf Svíakonungur, ávarpa gesti í sænsku konungshöllinni í dag og má hér fylgjast með útsendingu af viðburðinum. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
Aðalfundur Viðskiptaráðs 14. febrúar
Boðað er til aðalfundar Viðskiptaráðs Íslands miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...