Ekki síður umhverfi fyrir konur

Íris, Dóra og Sunna er þrjár kvennanna sem sitja í ...
Íris, Dóra og Sunna er þrjár kvennanna sem sitja í stjórn ÍBV. „Mér finnst þetta ekki vera umhverfi sem hentar körlunum betur en okkur konunum og hefur það aldrei valdið mér vanlíðan að vinna á þessum vettvangi,“ segir Dóra. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þrjár konur gegna stöðu formanns, framkvæmdastjóra og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Íþróttabandalags Vestmannaeyja. Þær segja það ekki vera óalgengt að konur sitji í stjórn íþróttafélaga þó að karlmenn séu þar oftar í meirihluta. 

Andlit félagsins

Íris Róbertsdóttir hefur verið formaður ÍBV frá árinu 2015 en árin tvö þar áður gegndi hún stöðu varaformanns. Samhliða starfinu vinnur hún sem fjármálastjóri hjá fyrirtæki í fiskiútflutningi auk þess að hafa starfað mikið í félagsmálum og pólitík í gegnum árin. „Mér fannst þetta skemmtileg viðbót.“

Sér hún um að móta stefnu félagsins og stýra félaginu í heild. „Ég funda einnig reglulega með deildum, nefndum  og fjárhagsnefnd félagsins,“ segir hún en félagið rekur fjögur úrvalsdeildar lið auk öflugs flokkstarfs barna og unglinga bæði í handbolta og fótbolta. Þá kemur hún fram fyrir hönd félagsins á ýmsum þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir.

Heillandi vettvangur

Dóra Björk Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri ÍBV en þar áður starfaði hún sem kennari í rúm 12 ár. „Mér fannst þessi vettvangur mjög heillandi,“ segir hún en hún kynntist fyrst starfi félagsins í gegnum foreldrastarfið í skólanum en sjálf er hún fjögurra barna móðir.

Þegar Dóra Björk hóf störf hjá félaginu í byrjun árs 2013 voru tvær konur í stjórn félagsins og allt karlar á skrifstofunni. Í dag eru þær fjórar í stjórn. Formaðurinn er kona,varaformaðurinn er kona auk þess sem þrjár konur vinna nú á skrifstofunni.

Stökk á tækifærið

Sunna Sigurjónsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar karla. Meðal þess sem starfið felur í sér er að annast daglegan rekstur deildarinnar, fjármál, sjá um samningagerð, skipuleggja ferðir liðsins og halda utan um heimaleiki auk þess sem hún er tengiliður deildarinnar við KSÍ og leikmenn.

Sunna er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og segir það hafa verið fyrir algjöra tilviljun að hún endaði sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Ég var að koma úr fæðingarorlofi þegar þetta tækifæri gafst og ákvað að henda mér út í djúpu laugina og sé ekki eftir því.“

„Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki ...
„Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki mörg félög þar sem konur er í stöðu formanns, varaformanns, framkvæmdarstjóra félagsins og framkvæmdarstjóra knattspyrnu karla.“ mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ekki bara karlaheimur

Aðspurð um upplifun sína af starfinu innan ÍBV segir Íris það vera skemmtilegt og lærdómsríkt að koma að stjórnun íþróttafélags. „Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki mörg félög þar sem konur er í stöðu formanns, varaformanns, framkvæmdarstjóra félagsins og framkvæmdarstjóra knattspyrnu karla.“

Dóra segir að hún hafi mikið verið spurð að því þegar hún byrjaði í starfinu hvernig henni liði í þessu karlaumhverfi. „Mér finnst þetta ekki vera umhverfi sem hentar körlunum betur en okkur konunum og hefur það aldrei valdið mér vanlíðan að vinna á þessum vettvangi,“ segir Dóra og bætir við að þessi blanda henti félaginu vel þar sem tæplega helmingur iðkenda eru kvenkyns.  

Sunna segir að mikið breyst með árunum en í dag sé það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum íþróttafélaga þó að karlar séu þar enn í meirihluta í flestum tilfellum. „Þar sem ég er framkvæmdarstjóri karla deildar í fótbolta gefur það auga leið að ég vinn mikið með karlmönnum“ segir hún og bætir við að hún hafi aldrei fundið fyrir öðru en að þeir beri virðingu fyrir henni og hennar starfi.

Þær telja það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum ...
Þær telja það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum íþróttafélaga þó að karlar séu þar enn í meirihluta í flestum tilfellum. Ljósmynd/Facebook

Krefst mikils utanumhalds

Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan um þessar deildir heldur félagið tvö stór knattspyrnumót á ári, tvö handboltamót og Þrettándagleði auk þess að standa að baki Þjóðhátíð.

Sem framkvæmdastjóri sér Dóra um allan daglegan rekstur og starfsmannahald. „Félagið veltir rúmlega 500 milljónum á ári og eru umsvif þess því mjög mikil.“ Hún segir rekstur íþróttafélags vera erfitt, sérstaklega þar sem þau þurfa að sækja mikið af leikjum upp á land sem fylgir bæði kostnaður og vinnutap. „Að vera foreldri og þjálfari í Eyjum krefst mikils utanumhalds þar sem að krakkarnir okkar spila fáa leiki án þess að þurfi að leggja í ferðalag.“

Mótin eru þeirra helsta tekjulind félagsins ásamt Þjóðhátíð en Dóra er einnig formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hún segir mikinn tíma fara í að skipuleggja þá hátíð.

Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum. Segja ...
Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum. Segja þær samfélagið hafa sjálfboðaliðum félagsins mikið að þakka en störf þeirra eru félaginu og samfélaginu öllu fjárhagslega mikilvæg. Ljósmynd/Facebook

Öflugt sjálfboðaliðastarf

Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum en í aðalstjórn eru allt sjálfboðaliðar, þar með talinn formaður. Auk þess sitja sjálfboðaliðar í ýmsum nefndum og ráðum félagsins.

Sumir þeirra hafa verið hjá félaginu í áratugi en Dóra leggur einnig áherslu á að fá inn nýtt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. „Við höfum miklar áhyggjur af því hvort að endurnýjunin sé nægilega mikil en það er nauðsynlegt að unga fólkið komi að félaginu líka ef við viljum halda því á þeim stað sem það er í dag.“

Segja þær samfélagið hafa sjálfboðaliðum félagsins mikið að þakka en störf þeirra eru félaginu og samfélaginu öllu fjárhagslega mikilvæg. Frá því um miðjan júní og fram í byrjun ágúst koma tæplega 20 þúsund ferðamenn til Eyja sem stoppa meira en einn dag og þurfa því að kaupa mikla þjónustu í bænum.

„Það er aðdáunarvert hvað Eyjamenn eru tilbúnir að leggja á sig til þess að halda þessu gangandi,“ segir Sunna og bætir við að íþróttir séu ein helsta forvörn barna- og unglinga. „Við viljum samfélag sem gott er að búa í en þannig helst þetta allt í hendur.“

Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan ...
Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan um þessar deildir heldur félagið tvö stór knattspyrnumót á ári, tvö handboltamót og Þrettándagleði auk þess að standa að baki Þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Innlent »

Spá 40 metrum á sekúndu

09:11 Ekkert ferðaveður er á Suðausturlandi en þar er spáð allt að 40 metrum á sekúndu fram undir kvöld. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs. Meira »

Heimsmet í sparakstri

08:30 Heimsmetið í sparakstri stóðst ekki atlögu tveggja Breta sem nýverið óku Honda Jazz-bíl 1.350 kílómetra vegalengd frá syðsta odda Englands, Lands End, til norðurodda skoska meginlandsins, tanga að nafni John O'Groats. Meira »

Flutningabíll þversum á Holtavörðuheiði

08:01 Flutningabíll þverar veg á Holtavörðuheiði og ekki er hægt að komast framhjá, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.   Meira »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA og NORSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) ...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Bænasamkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...