Framkvæmdir við hofið í bið

Framkvæmdir við nýtt hof Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð hafa stöðvast tímabundið á meðan verið er að vinna úr verkfræðilegum áskorunum í framkvæmdinni. Hönnun hússins þykir einstök og því er verkið ekki einfalt.

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir að nýju síðar í mánuðinum eða snemma í ágúst að sögn Hilmars Arnar Hilmarssonar allsherjargoða. Hann bindur jafnframt vonir við að hægt verði að opna húsið í maí eða júní á næsta ári.

Í fréttinni fyrir neðan er fjallað ítarlega um bygginguna sem mun verða hin glæsilegasta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert