Ákvað ung að verða ein sú besta

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og ótvíræður leiðtogi landsliðsins í fótbolta, er aðeins 26 ára en þrátt fyrir það á leið í úrslitakeppni Evrópumótsins í þriðja skipti. Hún hefur unnið marga glæsta sigra með félagsliðum hér heima, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi, en ferillinn ekki alltaf verið dans á rósum. Þessi gríðarlega metnaðarfulla fótboltakona meiddist mjög illa á unglingsaldri, gat ekkert æft í nokkur misseri, en lét það ekki á sig fá. Hún spilar nú með einu allra besta liði álfunnar en stefnir sífellt hærra.

Rætt er við Söru Björk í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Á síðasta ári varð Sara Björk í 19. til 23. sæti í kjöri besta leikmanns Evrópu, á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þjálfarar bestu landsliða og félagsliða tóku þátt ásamt hópi íþróttafréttamanna.

Mikil viðurkenning

„Þetta var að sjálfsögðu mjög ánægjulegt. Það er mikil viðurkenning að vera á meðal þeirra bestu í svona kjöri en ég hugsa þó ekki mikið um þetta eða um að vera komin í eitthvert sæti ofar á listanum næst. Ég hugsa bara um að leggja á mig enn meiri vinnu en áður til að ná þeim markmiðum sem ég set mér. Árangur næst með mikilli vinnu og það er gaman að uppskera,“ segir Sara við blaðamann Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins, þegar kjörið ber á góma.

Sara Björk lék með Haukum í Hafnarfirði fyrstu árin, framinn var skjótur og hún var fyrst valin í A-landsliðshópinn 2007, aðeins 16 ára. Ekki nóg með það; hún kom inn á gegn Slóveníu í Dravograd um sumarið og lék í nokkrar mínútur.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Sara Björk var nýbúin að jafna sig eftir erfið meiðsli. Krossband í hné slitnaði og Sara gat ekkert verið í fótbolta í nokkur misseri, frá því vorið 2005 þar til síðla árs 2006. Missti úr tvö heil keppnistímabil.

Þroskaðist sem manneskja og leikmaður

Hún segist, eftir á að hyggja, hafa lært mikið á meðan hún beið. „Þessi tími mótaði mig mjög mikið. Ég breyttist bæði sem manneskja og fóboltamaður, þótt ég væri ekki að æfa. Ég var staðráðin í því að snúa betri til baka, fékk mikinn stuðning frá mínum nánustu, eins og alltaf, og jafnvel má segja að það hafi gert mig að þeim leikmanni sem ég er í dag.

Þegar maður meiðist er nefnilega tvennt sem kemur til greina og létta leiðin er að gera allt með hálfum huga. Ég var bara 15 ára og margt annað í gangi, mikill þrýstingur frá vinum að koma frekar á skólaböll eða gera eitthvað í þeim dúr frekar en að æfa sig.

Áður en ég meiddist hafði ég verið valin á úrtaksæfingar með landsliði og þegar á meðan ég var meidd áttaði ég mig á því hversu svakalegt keppnisskapið er! Ég hugsaði um að á meðan ég gat sama og ekkert gert væru aðrir að æfa og bæta sig, svo að í endurhæfingunni yrði ég að leggja þrefalt á mig því annars færu allir fram úr mér.“

Hugarfarið er mesti styrkleikinn

Sara Björk segist oft spurð að því hverjir séu mestu styrkleikar hennar sem fótboltamanns. „Ég hef vissulega marga góða kosti en mesti styrkleikinn er hugarfarið; ég spila alltaf með hjartanu og legg mig alltaf 100% fram. Ég er með ótrúlega sterka innri áhugahvöt sem drífur mig áfram. Sigurvíma er betri en allt annað; tilfinningin sem maður fær þegar liðið vinnur leik eða þegar ég er best á æfingu. Ég lifi fyrir það og allt erfiðið sem ég legg á mig; ég elska að fara út að hlaupa og æfa aukalega því ég veit að það skilar mér sigrum og titlum og öðrum markmiðum sem ég set mér.

Ég veit að öll vinnan skilar sér. Maður verður að elska erfiðið og þegar maður uppsker er tilfinningin svo ótrúlega góð að ég er strax tilbúin að leggja það allt á mig aftur.“

Nánar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Sara Björk Gunnarsdóttir með boltann í landsleiknum gegn Brasilíu í ...
Sara Björk Gunnarsdóttir með boltann í landsleiknum gegn Brasilíu í Laugardalnum um daginn. mbl.is/Golli

Innlent »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Svartur lazyboy leðurstóll 2 ára gamall
Virkilega nettur vel með farinn Lazyboy svartur leðurstóll . Verðhugmynd 80.000...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...