Mengun undir mörkum í Nauthólsvík

Mælingar frá 14. júlí sýndu magn saurkólígerla í Nauthólsvík vera …
Mælingar frá 14. júlí sýndu magn saurkólígerla í Nauthólsvík vera 99/100 í 100 millilítrum og hefur það lækkað úr 1100/100. Ljósmynd/Heilbrigðiseftirlitið

Nýjar mælingar við Nauthólsvík sýna verulega lækkun saurkólígerlamengunar. Í lóninu við Ylströndina eru gildi nú vel undir viðmiðunarmörkum um baðstaði í náttúrunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík.

Mælingar frá 14. júlí sýndu magn saurkólígerla í Nauthólsvík vera 99/100 í 100 millilítrum og hefur það lækkað úr 1100/100. Þó að gildi séu undir viðmiðunarmörkum eru þau enn hærri en venjulega. Þá var tekið sýni úr lóni Ylstrandarinnar en það sýndi 2/100 saurkólígerla í 100 millilítrum sem er vel undir þeim mörkum sem sett eru um baðstaði í náttúrunni.

Heilbrigðiseftirlitið vaktar Nauthólsvíkina daglega og kannar uppsprettu mengunarinnar. Auk þess fylgjast þau daglega með strandlengjunni við Faxaskjól, Ægisíðu og Skeljanes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert