Mikil uppbygging í Eyjum og hvalasundlaug fyrirhuguð

Elliði Vignisson með Ísfélagið og Fiskiðjuna í baksýn.
Elliði Vignisson með Ísfélagið og Fiskiðjuna í baksýn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Mikil uppbygging er í Vestmannaeyjum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri þar, segir atvinnulífið þar í bæ hafa fjárfest fyrir 15 til 20 milljarða og að 60 íbúðir og einbýlishús séu í byggingu eða í undirbúningi.

Vestmannaeyjabær og samstarfsaðilar standa að fasteignaþróunarverkefni í yfirgefnum fiskvinnsluhúsum Fiskiðjunnar og Ísfélagsins í miðbænum.

Starfsemi í húsunum verður fjölbreytt, átta lúxusíbúðir verða á þaki Fiskiðjunnar og hvalasundlaug verður á jarðhæð ásamt þekkingarsetri, sjávarklasa og hugsanlega þjónustustofnunum bæjarins. Í Ísfélagshúsinu verða þjónustuíbúðir og sambýli fyrir fatlað fólk, gallerí og almennar íbúðir, að því er fram kemur í umfjöllun um uppbyggingu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert