Sjarmerandi sundlaugar landsins

Drangey blasir við gestum sundlaugarinnar á Hofsósi.
Drangey blasir við gestum sundlaugarinnar á Hofsósi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Á ferðalagi um landsbyggðina finnst mörgum ómissandi að heimsækja sundlaugar þegar áð er. Í sumum byggðalögum er um mikil íþróttamannvirki að ræða en í öðrum eru laugarnar litlar og sérstakar sveitalaugar sem forvitnilegt er að dýfa sér ofan í. Mbl.is fer hér í hringferð um landið og nefnir til sögunnar nokkrar áhugaverðar laugar og hvað kostar að baða sig í þeim. Upplýsingunum var safnað frá laugunum sjálfum, af heimasíðum sveitarfélaganna og af vefsíðunni sundlaugar.is þar sem finna má upplýsingar um flestar laugar landsins. 

Sundlaugin í Húsafelli - VESTURLAND

Vatnsrennibraut er við sundlaugina í Húsafelli.
Vatnsrennibraut er við sundlaugina í Húsafelli. mbl.is/Rax

Við hefjum hringferðina í Húsafelli. Sundlaugin þar er ein vinsælasta afþreyingin í þeirri náttúruparadís sem svæðið er. Hún var opnuð árið 1965 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og og endurbætur verið gerðar á aðstöðunni. Laugarnar eru nú tvær, heitu pottarnir sömuleiðis tveir og svo er þar að finna litla vatnsrennibraut.

Sundferðin í Húsafelli er sú dýrasta sem hér verður nefnd til sögunnar. Fullorðnir greiða 1.300 krónur og börn 6-14 ára 300 krónur.

Lýsuhólslaug - VESTURLAND

Sundlaugin á Lýsuhóli er engri lík.
Sundlaugin á Lýsuhóli er engri lík. Ljósmynd/West.is

Á Snæfellsnesi er falinn fjársjóð sundlaugaflórunnar að finna. Lýsuhólslaug er sannarlega engri lík. Hún lætur lítið yfir sér þar sem hún kúrir í skjóli hamrafells í Staðarsveitinni. Vatnið í lauginni er heitt ölkelduvatn beint úr jörðu. Það er mjög steinefnaríkt og talið hollt, róandi og græðandi. Engum efnum, svo sem klór, er blandað í vatnið. 

Fullorðnir greiða 1.000 krónur fyrir aðgang að Lýsuhólslaug og börn á aldrinum 6-17 ára 300 krónur.

Sundlaugin á Drangsnesi - VESTFIRÐIR

Sundlaugin í Drangsnesi var opnuð árið 2005.
Sundlaugin í Drangsnesi var opnuð árið 2005. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Á Drangsnesi á norðanverðum Vestfjörðum er vinsælt að koma við í heitum pottum í fjöruborðinu. Aðgangur að þeim er ókeypis. Á Drangsnesi er einnig nýlega sundlaug að finna og þangað sækir fólk líka til að njóta góðs útsýnis. 

Frítt er fyrir fimmtán ára og yngri í laugina. Fullorðnir greiða 600 krónur.

Sundlaugin Patreksfirði - VESTFIRÐIR

Fögur fjallasýn blasir við úr sundlauginni á Patreksfirði.
Fögur fjallasýn blasir við úr sundlauginni á Patreksfirði.

Og talandi um útsýni. Enginn verður svikinn af útsýninu sem blasir við úr sundlauginni á Patreksfirði. Sundlaugin er tæpir 17 m að lengd og við hana eru tveir heitir pottar. Fullorðnir greiða 1.000 krónur ofan í laugina og börn 390 kr. 

 Sundlaugin Hofsósi - NORÐURLAND VESTRA

Leikið sér í sumarblíðu í sundlauginni á Hofsósi. Útsýnið er ...
Leikið sér í sumarblíðu í sundlauginni á Hofsósi. Útsýnið er einstakt. mbl.is/Sigurgeir

Hið stórbrotna útsýni frá sundlauginni á Hofsósi yfir Skagafjörðinn og Drangey dregur þreytta ferðalanga sem vilja hlaða batteríin að sundlauginni. Hún var opnuð í mars árið 2010 og var gjöf tveggja athafnakvenna, Lilju Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur, til sveitarfélagsins.

Fullorðnir greiða 900 krónur ofan í laugina og börn 8-18 ára 300 krónur.

Þelamerkurlaug - NORÐURLAND EYSTRA

Heitu pottarnir við sundlaugina í Þelamörk er rúmgóðir og notalegir. ...
Heitu pottarnir við sundlaugina í Þelamörk er rúmgóðir og notalegir. Þar er líka vatnsrennibraut. Ljósmynd/www.northiceland.is

Jónasarlaug í Þelamörk er kennd við Jónas Hallgrímsson. Hún var byggð á árunum 1943-1945 og er vinsæll áningarstaður fjölskyldufólks um Norðurland. Árið 2008 voru svo gerðar umfangsmiklar endurbætur á sundlauginni. Þar er m.a. að finna vatnsrennibraut og nokkra heita potta. 

Fullorðnir greiða 800 krónur fyrir sundferðina.

 Selárdalslaug - AUSTURLAND

Sundlaugin í Selárdal við Vopnafjörð er ekta sveitalaug úti í ...
Sundlaugin í Selárdal við Vopnafjörð er ekta sveitalaug úti í náttúrunni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sundlaugin í Selárdal í Vopnafirði er ekta sveitalaug. Hún er aðeins úr alfaraleið, 12 kílómetrum frá Vopnafjarðarkaupsstað, sem gerir hana einmitt enn meira spennandi. Laugin stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir umhverfi sitt. Selárlaug er varmalaug sem þýðir að hún er um 33 gráðu heit. Við hana er einnig vaðlaug fyrir börn og heitur pottur. „Það getur verið þokusúld úti í þorpi en sól og blíða hjá okkur,“ segir Ólafur Valgeirsson, starfsmaður laugarinnar. „En hvort sem það rignir eða ekki þá er nú ekkert betra en að fara í sund.“ 

Fullorðnir greiða 700 krónur og unglingar 13-16 ára 350 krónur. Börn yngri en það fá ókeypis og sömuleiðis eldri borgarar og öryrkjar.

Sundlaugin í Vestmannaeyjum - SUÐURLAND

Það er óhætt að mæla með vatnsrennibrautunum í sundlauginni í ...
Það er óhætt að mæla með vatnsrennibrautunum í sundlauginni í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Vestmannaeyjar.is

Útisvæðið við sundlaugina í Vestmannaeyjum er mjög spennandi og þægilegt, rétt eins og skemmtigarður. Allir þeir sem fara til Eyja ættu að skella sér í laugina njóta aðstöðunnar en þar má m.a. finna klifurvegg og körfur til að leika sér í körfubolta á meðan buslinu stendur. 

Rúsínan í pylsuendanum eru svo tvær rúmlega 20 metra langar rennibrautir. Önnur þeirra er að hálfu trampólín sem menn skjótast á áður en þeir lenda í stórri laug. Börn á aldrinum 10-17 ára greiða 200 krónur fyrir staka sundferð og fullorðnir 900 krónur.

Það þarf vart að taka fram að sundlaugar landsins eru mun fleiri og í flestum bæjum má finna góðar sundlaugar. Hér getur þú skoðað úrvalið eftir landshlutum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi valdur að endurkomu Jóns Axels

Í gær, 23:58 „Jón Axel á sér magnaða sögu í útvarpi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem segist ánægður með að vera valdur að endurkomu Jóns Axels í útvarp. Jón er einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Meira »

Útköllum fjölgar jafnt og þétt

Í gær, 23:18 Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla stofnunarinnar alls 257. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið. Meira »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

Í gær, 22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

Í gær, 21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Í gær, 20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

Í gær, 20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

Í gær, 19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

Í gær, 20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

Í gær, 19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

Í gær, 19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

Í gær, 18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

Í gær, 18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

Í gær, 18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

Í gær, 16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

Í gær, 16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

Í gær, 16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

Í gær, 16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

Í gær, 16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
Range Rover SPORT 2015
EINN MEÐ ÖLLU: Glerþak, 22" felgur, rafm. krókur, stóra hljómkerfið, rafmagn í h...
Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...