Spurning hvort taka þurfi frekari skref

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Ómar

Reykjavík er ferðamannaborg, „en sem borgaryfirvöld þurfum við að taka afstöðu með borgarbúum.“ Þetta sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í þættinum Vikulokin á Rás 1 í dag, en þar var meðal annars rætt um bann við akstri hópferðabifreiða á ákveðnum svæðum í miðborginni sem tók gildi í dag.

Dagur sagði bannið njóta stuðnings íbúa og að stærstur hluti ferðaþjónustunnar væri einnig á bak við bannið, þó einhverjir hefðu hátt um það núna. Sagði hann sambýli íbúa og ferðaþjónustunnar þurfa að ganga vel og að ferðaþjónustuaðilar gerðu sér jafnan grein fyrir því.

Dagur sagði breytingar í þessum málaflokki vera hraðar og að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast hratt við. „Spurning hvort taka þurfi frekari skref. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að þessar breytingar eru mjög hraðar og miklar,“ sagði hann og bætti við að borgaryfirvöld þyrftu að axla ábyrgð á því að um væri að ræða samfélag sem fólk byggi í og taka þyrfti mið af því.

Akstur hópferðabifreiða hefur verið bannaður á ákveðnum stöðum í miðborg …
Akstur hópferðabifreiða hefur verið bannaður á ákveðnum stöðum í miðborg Reykjavíkur frá og með deginum í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert