Tafir á Vesturlandsvegi vegna malbikunar

Umferð hefur gengið nokkuð hægt um Vesturlandsveg til vesturs vegna …
Umferð hefur gengið nokkuð hægt um Vesturlandsveg til vesturs vegna malbikunarframkvæmda í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna malbikunarframkvæmda á Vesturlandsvegi hafa orðið nokkrar tafir á umferð í Reykjavík, til vesturs frá gatnamótum Suðurlandsvegar að brú við Höfðabakka. Unnið er á einni akrein í einu og hófst malbikun klukkan hálfátta í morgun en stendur til að þeim ljúki nú klukkan 16:30 að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 

Þá er stefnt að því malbika 600 metra kafla á Breiðholtsbraut, mitt á milli Jafnarsels og Vatnsendahvarfs, á mánudaginn. Malbikaðar verða báðar akreinar en unnið á einni akrein í einu og má því búast við lítils háttar umferðartöfum milli kl. 09:00 og 19:30.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert