Venjulegt íslenskt sumarveður

Veðrið hefur verið frekar dapurlegt þetta sumar miðað við síðustu …
Veðrið hefur verið frekar dapurlegt þetta sumar miðað við síðustu tíu ár en þegar horft er lengra aftur í tímann er þetta ekkert annað en venjulegt íslenskt sumarveður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er leiðindaveðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Þá er gott veður á norðaustanverðu landinu í dag en snýst í norðavestanátt með tilheyrandi rigningu fyrir norðan á morgun en úrkomulítið á suðvesturlandi. 

Veðurfræðingur kippti sér ekkert upp við vonbrigði blaðamanns á veðrinu í höfuðborginni. Játaði hann því að veðrið hefur verið frekar dapurlegt þetta sumar miðað við síðustu tíu ár en bætti við að þegar horft er lengra aftur í tímann er þetta ekkert annað en venjulegt íslenskt sumarveður.

Næstu daga og vikur er frekari óstöðugleiki í spánni með tilheyrandi lægðum en ekki er útilokað að næla sér í sólskin einhvers staðar á landinu. Á Austfjörðum er til dæmis að finna allt að 19 stiga hita í dag.

Á morgun breytist í norðvestanátt og má þá búast við rigningu fyrir norðan og austan en birtir til suðvestanlands. Er því ekki útilokað að næsta helgi verði þokkalega góð.

 Veðurvefur mbl.is 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert