Mengun drepur fiska í Varmá

Mengun sem gýs upp annað slagið í Varmá á Mosfellsbæ er farin að drepa fiska í ánni. Íbúar hafa ítrekað kvartað yfir menguninni til bæjaryfirvalda en áin verður algerlega hvít nokkra klukkutíma í senn og freyðir. Vandamálið hefur verið viðvarandi en fiskidauðinn er nýtilkominn að sögn Sigurðar G. Tómassonar sem býr við bakka árinnar.

Lítill lækur rennur í Varmá við veginn upp að Reykjalundi og þar hafa íbúar séð hvíta mengun streyma í ánna. Ofar við lækinn er ýmis atvinnustarfsemi og þar á meðal er gamla Brúnaeggjabúið við Teig en þar hefur þó ekki verið starfsemi um nokkurt skeið.

Heilbrigðisfulltrúi í Mosfellsbæ var við sýnatöku í ánni áðan og þá fór starfsmaður á vettvang á föstudag þegar tilkynnt var um mengun. Óskað er eftir því að fólk reyni að ganga að upptökum mengunarinnar þegar hennar verður viðvart svo hægt sé að sjá hvar hún eigi upptök sín.

Í myndskeiðinu er rætt við Sigurð G. og þar má sjá myndir sem íbúar hafa tekið af menguninni í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert