Setja göngutúrinn ekki fyrir sig

Bannið tekur einnig til tveggja hæða vagna sem ekið hafa …
Bannið tekur einnig til tveggja hæða vagna sem ekið hafa um miðborgina. mbl.is/Golli

Rútur heyra nú sögunni til á íbúagötum miðborgar Reykjavíkur en bann við akstri hópbíla um Þingholtin, Kvosina og hluta gamla Vesturbæjarins tók gildi á laugardag.

Ferðamenn sem Morgunblaðið tók tali voru flestir á því að bannið væri skiljanlegt með hagsmuni íbúa í huga. Þeir virtust ekki setja göngutúrinn frá rútustæðinu að gististaðnum fyrir sig, þótt einhverjir viðurkenndu að þægilegra hefði verið að fá akstur upp að dyrum.

Almenn ánægja virðist með bannið meðal íbúa miðborgarinnar en íbúasamtök svæðisins hafa kvartað undan ágangi stórra hópferðabíla. Rútubílstjórar furða sig þó á banninu og segja það íþyngjandi fyrir ferðaþjónustu, að því er fram kemur í umfjöllun um rútubannið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert