Skeljungur hættir við kaup á 10-11

Skeljungur hættir við kaup á 10-11.
Skeljungur hættir við kaup á 10-11. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Samningaviðræðum um kaup Skeljungs á Basko hefur verið slitið. Er sú ástæða gefin að kaupin hafi verið háð forsendum og skilyrðum sem ekki hafi gengið eftir.

Undir Basko heyra m.a. 10-11 verslanirnar og Dunkin‘ Donuts kaffihúsin og var áætlað kaupverð allt að 2,2 milljarðar króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fyrirtækin munu halda áfram að starfa saman en 10-11 verslanir hafa verið reknar á helstu bensínstöðvum Skeljungs frá árinu 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert