Tildrög brunans til rannsóknar

Húsið sem brann á Stokkseyri aðfaranótt sunnudags.
Húsið sem brann á Stokkseyri aðfaranótt sunnudags. mbl.is/Jóhann Óli Hilmarsson

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög bruna á Stokkseyri en aðfaranótt sunnudags kviknaði eldur í einbýlishúsi á staðnum.

Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir tæknideildina vera að vinna úr því sem hún hafi á milli handanna. 

Eins og kom fram í gær er húsið, sem er frá árinu 1910, gjörónýtt. Föst bú­seta var í hús­inu en íbúa tókst að koma sér út áður en viðbragðsaðila bar að garði. Kon­an var flutt á slysa­deild í Reykja­vík vegna gruns um reyk­eitrun. 

Þorgrímur sagði að ekkert væri hægt að segja til um tildrög brunans með vissu fyrr en niðurstöður tæknideildarinnar lægju fyrir.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert