Fjölmiðlar hringt sífellt í skipið

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Reykjaness í dag. mbl.is/Ófeigur

Skipstjóri grænlenska togarans Polar Nanoq segist ekki hafa neitt annað en gott að segja um Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í janúar síðastliðnum.

Skipstjórinn var einn sjö skipverja sem báru vitni í Héraðsdómi Reykjaness í dag, en hann sagðist hafa verið skipstjóri um borð frá árinu 2005.

„Ég hitti Nikolaj klukkan tólf, eitt, um miðjan dag. Hann var vanur að koma snemma á fætur og ég spurði hann hvers vegna hann hefði sofið svona lengi. Hann sagði að þeir hefðu verið í bænum og ég sagði að þeir ættu ekkert að vera í bænum,“ sagði skipstjórinn um ferðir Nikolaj Olsen, félaga Thomasar, á laugardeginum 14. janúar.

„Ég veit að það var um sexleytið,“ svaraði skipstjórinn spurður hvenær Nikolaj hefði komið um borð í skipið.

Þá hefði hann séð Thomas síðar um daginn keyra rauðu Kia Rio-bifreiðina út á enda bryggjunnar í Hafnarfirði og hann hefði verið þar í fimm til tíu mínútur. Að lokum hefði hann tjáð Thomasi að hann þyrfti að skila bílnum því skipið væri að fara að sigla úr höfn.

Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður.
Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Ófeigur

Fékk skilaboð frá kærustu sinni

Spurður um samskipti sín við Thomas eftir að hann hefði lesið á netinu um rannsókn á hvarfi Birnu sagðist skipstjórinn hafa nefnt þetta við hann.

„Ég fór að ræða við hann um þetta, eftir að hafa séð þetta á netinu, og þá sagði hann að það hefðu verið tvær stelpur í bílnum og að hann hefði keyrt þær upp í Krónu.“

Thomas hefði þá sýnt honum textaskilaboð frá blaðamanni.

„Thomas kom og sýndi mér SMS-ið og ég sagði við hann: „Leggðu þig bara.““

Þá hafi hann fengið önnur skilaboð til viðbótar frá kærustu sinni á Grænlandi, en í þeim hafi staðið: „Þú ert kannski grunaður um þetta.“

Lögreglan spurði þriggja spurninga

Skipstjórinn sagðist hafa sagt við Thomas að hann hefði ekkert að óttast ef hann hefði ekki gert neitt af sér. Thomas hafi þá sagst ekkert rangt hafa gert.

Sagði hann fjölmiðla sífellt hafa hringt í skipið. Eitt sinn hafi hann tekið upp tólið en þá hafi yfirlögregluþjónn verið á línunni.

Lögreglumaðurinn hafi spurt þriggja spurninga, hvort vopn væru um borð, hversu langt þeir ættu eftir í land og loks hvar þeir myndu koma að landi. Var honum þá tjáð að lögreglan myndi koma til skipsins, vopnuð um borð í þyrlu.

Síðar hefði lögregla komið um borð, handtekið Thomas og Nikolaj og fært þá hvorn í sína káetuna. Hann hefði þá afhent lögreglunni úlpu Thomasar daginn eftir að skipið kom til hafnar.

mbl.is

Innlent »

Hvatakerfi en ekki markaðsmisnotkun

11:45 Nokkrir fyrrum lykilstarfsmenn Glitnis, sem fengu há lán til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum árið 2008, lýstu því fyrir dómi að þeir hefðu álitið lánveitingarnar hluta af starfskjörum sínum. Meira »

Fannst vel á mælum Veðurstofunnar

11:42 Jarðskjálfti upp á 7,9 sem varð úti fyrir strönd Alaska nú í morgun var vel greinanlegur á mælum Veðurstofu Íslands. „Þegar þeir eru orðnir mjög stórir þá sjást þeir vel hjá okkur,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Landsliðskonu í fimleikum nauðgað í keppnisferð

11:37 Tinna Óðinsdóttir, afrekskona í fimleikum, hefur stigið fram og greint frá því að henni hafi verið nauðgað af landsliðsmanni frá öðru landi í keppnisferðalagi í Þýskalandi. Hún var þar á ferð með íslenska landsliðinu. Meira »

Vill útrýma menntasnobbi

11:33 Aron Leví Beck gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Andið eðlilega vel tekið á Sundance

11:30 Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, var heimsfrumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi. Troðfullt var á sýninguna og samkvæmt aðstandendum myndarinnar var henni afar vel tekið. Meira »

Markmiðið að koma ráðherranum frá

11:28 „Við getum ekki knúið það fram að hún víki strax. En við getum haldið málinu lifandi með rannsókn sem er það líklegasta í stöðunni til að fá hana til að axla ábyrgð,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Pírataspjallinu á Facebook í gærkvöldi. Meira »

Innkalla hafrakökur

10:58 Myllan hefur, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað Myllu Hafrakökur, Bónus Hafrakökur og Hagkaups Hafrakökur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni köku. Meira »

Styttir ævina um 9 mánuði í Evrópu

11:16 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki. Meira »

Breytt staða ef nýtt félag í bígerð

10:53 Meirihluti starfsmanna United Silicon er útlendingar og fjölskyldufólk sem búsett er í Reykjanesbæ. Ef Arion banki stofnar nýtt félag um eignirnar mun staða starfsfólksins breytast að því er formaður verkalýðfélagsins segir. Meira »

Þarf að standa skil á gerðum sínum

10:36 Ökumaður sem var að aka fram úr annarri bifreið á Reykjanesbraut í gær missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti á hlið fyrrnefnda bílsins. Hann hélt för sinni áfram án þess að stansa. Lögreglan hafði upp á honum og þarf hann að standa skil á gerðum sínum að sögn lögreglu. Meira »

PCC Bakki boðar til íbúafundar

10:18 Stjórnendur kísilsvers PCC Bakki Silicon hf. hafa boðað til fundar með íbúum Húsavíkur. Þar verður íbúum kynnt gangsetning ofna verksmiðjunnar á Bakka og hvers íbúar geti helst vænst á meðan á ræsingu ofnanna stendur. Meira »

Festi bílinn í polli

09:46 Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöldi afskipti af ökumanni sem hafði fest bifreið sína í polli og komst hvorki lönd né strönd. Var ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, á ferð eftir Hafnargötu í Keflavík en beygði síðan inn á lóð þar sem pollurinn var, en íslag leyndist á botni pollsins. Meira »

Ófært er á Klettshálsi og Kleifaheiði

09:29 Ófært er á bæði Klettshálsi og Kleifaheiði á Vestfjörðum, en þæfingsfærð á Mikladal og Hálfdáni þar sem er stórhríð. Þungfært er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði og beðið með mokstur. Meira »

Handskrifaði 1736 viðurkenningar

08:49 Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo segir starfsfólkið ekkert síður stolt af því þegar fyrirtækin hljóta viðurkenningu sem „Framúrskarandi fyrirtæki“. Hún segist hafa gaman því að skrifa undir allar viðurkenningarnar því þannig segist hún alltaf vera að kynnast nýjum fyrirtækjum. Meira »

Enn lokað um Víkurskarð

06:58 Nú í morgunsárið er að lægja sunnanlands og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Víkurskarð er enn lokað. Meira »

Útlit fyrir „gamaldags stórhríð“

09:11 „Fyrir norðausturfjórðunginn á landinu þá er veðrið að versna núna næstu tímana og verður orðið leiðindaveður seinnipartinn,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. „Vindstyrkur verður á bilinu 13-18 m/s og þegar það kemur snjókoma ofan í það, þá má búast við blindri stórhríð þar sem sést ekki neitt.“ Meira »

Þjálfarinn starfar áfram

08:15 Norski þjálfarinn sem lagði Hólmfríði Magnúsdóttur í einelti og beitti kynferðislegri áreitni mun halda núverandi þjálfarastarfi sínu. Þetta kemur fram í frétt norska blaðsins VG Meira »

Slysvaldur væntanlega ölvaður

06:52 Ökumaður sem ók yfir á rangan vegarhelming og hafnaði á bifreið sem kom úr gagnstæðri skammt frá Hádegismóum í síðustu viku er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Miklar tafir urðu á umferð enda margir á leið til vinnu. Þrír voru fluttir á slysadeild. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Til að ferðast með nuddbekkinn
Til að ferðast með nuddbekkinn www.egat.is verð 8900 kr. sími 8626194...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasaga 1832, Njála 1772, Það blæðir úr mo...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...