Slökktu á netinu og lugu um vélarbilun

Skipverjar Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Skipverjar Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjaness í dag. mbl.is/Ófeigur

Fyrsti stýrimaður á Polar Nanoq, sá fimmti sem kallaður var til vitnisburðar í dómsmálinu um andlát Birnu Brjánsdóttur í dag, sagði ákærða Thomas Olsen hafa sagt að tvær stúlkur hefðu verið með honum og Nikolaj Olsen í bílnum aðfaranótt laugardagsins 14. janúar.

Teknar verða skýrslur af sjö skipverjum grænlenska togarans í dag en Thomas, grænlenskur ríkisborgari fæddur árið 1987, er ekki viðstaddur vitnaleiðslurnar.

Stýrimaðurinn sagði frásögn Thomasar og félaga hans Nikolaj hafa tekið einhverjum breytingum eftir því sem á leið, en rætt hefði verið ýmist um eina stúlku eða tvær í bílnum með þeim þessa nótt. Thomas hefði hins vegar sagst hafa ekið tveimur stúlkum í verslun Krónunnar.

Textaskilaboð um stúlku og bíl

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spurði stýrimanninn um atburðina um borð í skipinu á meðan málið var í algleymingi á Íslandi.

„Ég kom á vakt klukkan tvö að íslenskum tíma, og þá var skipstjórinn að lesa um rauða bílinn og hafði fengið myndir frá útgerðinni á Íslandi. Ég held að klukkan fimm um nóttina hafi skipinu svo verið snúið við.“

Þá sagði hann að skipverjarnir hefðu rætt fram og til baka hvað segja ætti Thomasi. Var afráðið að segja honum að um vélarbilun væri að ræða.

„Við slökktum líka á netinu en síminn virkaði,“ bætti stýrimaðurinn við.

Vék hann sögunni því næst að textaskilaboðunum sem bárust Thomasi frá blaðamanni, en Thomas hafi sýnt honum þau. Skilaboðin hefðu verið á ensku og fjallað um stúlku og bíl.

Lögreglulið gengur niður landganginn úr togaranum Polar Nanoq í janúar.
Lögreglulið gengur niður landganginn úr togaranum Polar Nanoq í janúar. mbl.is/Eggert

Gaf Thomasi róandi lyf

„Hann var fölur og grár. Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að róa hann,“ en Thomas hafi verið mjög órólegur. Síðar hefði hann farið í herbergið hans, eftir að hafa rætt við skipstjórann.

„Þá hafði hann væntanlega lagt saman tvo og tvo, að eitthvað væri að,“ sagði stýrimaðurinn og bætti við að þarna hefði klukkan líklega verið átta eða níu um kvöld.

Sagðist hann hafa gefið Thomasi róandi töflu.

„Ef þú hefur ekki gert neitt þá hefurðu ekkert að óttast,“ sagðist hann hafa tjáð Thomasi. Hann hefði þá engu svarað heldur litið undan.

Grænlendingar þoli illa mótlæti

Verjandi Thomasar spurði vitnið hvernig manneskja Thomas væri.

„Það er erfitt að segja það núna, eftir allt sem hefur gerst, en Thomas var rólegur og vinalegur.“

Verjandinn spurði vitnið út í ummæli þess í lögregluskýrslu, þess efnis að Grænlendingar þyldu illa mótlæti.

„Ég er stýrimaður og þarf oft að brýna raust mína við undirmenn mína. Grænlendingarnir fara alltaf í baklás og verja sig, bera hönd fyrir höfuð sér og benda á einhvern annan; „það var ekki ég“.“

mbl.is

Innlent »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...