Thomas mæti fyrir dóm í ágúst

Thomas hefur neitað því að hafa banað Birnu.
Thomas hefur neitað því að hafa banað Birnu. mbl.is/Ófeigur

Fyrirhugað er að Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur að morgni laugardagsins 14. janúar, mæti fyrir dóm 21. ágúst þegar aðalmeðferð dómsmálsins hefst í Héraðsdómi Reykjaness.

Dómsformaðurinn í málinu, Kristinn Halldórsson, frestaði þinghaldi til mánudagsins 21. ágúst þegar vitnaleiðslum var lokið í morgun. Þá höfðu ákæruvaldið og verjandi Thomasar spurt sjö skipverja grænlenska togarans Polar Nanoq, þar sem Thomas var í áhöfn, um frásagnir Thomasar, upplifun þeirra og atburði um borð í skipinu.

Sjá umfjöllun mbl.is

Greinargerðin skrifuð á þýsku

Enn vantar greinargerð þýska réttarmeinafræðingsins Urs Oli­vers Wies­brock og því þarf að fresta þinghaldinu. Fram kom við þinghaldið í morgun að þýða þyrfti greinargerðina, sem skrifuð er á þýsku, og hafði Kristinn það á orði að réttast væri að byrja á að þýða niðurstöðukafla hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert