Urðu fyrir aðkasti í húsbíl

Sendiferðabílar í hlutverki húsbíla eru algeng sjón á vegum landsins.
Sendiferðabílar í hlutverki húsbíla eru algeng sjón á vegum landsins. Ljósmynd/Kuku Campers

Bandarísk hjón sem ferðast um landið á húsbíl hafa orðið fyrir aðkasti frá Íslendingum sem brýna fyrir þeim að fyrra bragði að hægja sér ekki á almannafæri. Það hafi þó aldrei staðið til. Aðalsteinn Már Þorsteinsson, starfsmaður tjaldsvæðis Lífsmótunar á Laugum, segir hjónin hafa komið á tjaldstæðið aðfaranótt sunnudags. Þau hafi afsakað sig að fyrra bragði fyrir að ferðast um á slíkum bíl, sem Aðalsteini þótti undarlegt. Komu þá raunir þeirra í ljós. Aðalsteinn segist ekki hafa heyrt af slíkum málum áður og furðar sig á framgöngu þeirra Íslendinga sem láta hegðun nokkurra ferðamanna, sem gripnir hafa verið glóðvolgir við að gera þarfir sínar á almannafæri, hafa áhrif á framkomu við stærri hóp fólks.

Húsbílum ber að hafa salerni

„Vandinn liggur kannski miklu frekar í því að þessir bílar skuli vera leyfðir,“ segir Aðalsteinn. Bílum sem ætlaðir eru til gistingar beri að hafa salerni en umræddir bílar geri það ekki. Hann segir einhverjar bílaleigur gera út á að selja ferðamönnum þá hugmynd að þeir geti leigt salernislausan bíl hjá þeim og þurfi engar áhyggjur að hafa af gistingu. Það megi bara gista í bílnum á víðavangi. Aðalsteinn greindi fyrst frá málinu í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar og vakti frásögnin hörð viðbrögð.

Viktor Ólason er framkvæmdastjóri bílaleigunnar Kúkú Campers sem leigir út slíka bíla. Hann segist ekki hafa orðið var við að viðskiptavinir fyrirtækisins verði fyrir aðkasti og vonar að um einangrað tilfelli sé að ræða. Aðspurður segist hann telja að búið sé að gera úlfalda úr mýflugu með umfjöllun um ferðamenn sem ekki nýta sér klósett. Langflestir viðskiptavina þeirra gisti til að mynda á tjaldstæðum enda mæli fyrirtækið með því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »