„Höfum ekki tæmt úr réttlætisbrunninum“

Bergur Þór Ingólfsson.
Bergur Þór Ingólfsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Mér finnst viðbrögðin hafa verið mjög góð,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, faðir einnar þeirra stúlkna sem Robert Downey braut á og hlaut dóm fyrir árið 2008, í samtali við mbl.is. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í gær um uppreist æru eftir að Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, óskaði eftir fundi þess efnis.

Eftir fundinn í gær sagði Svandís meðal annars að ferlið er varðaði uppreist æru hefði verið allt of vélrænt hingað til. Bergur tók undir það og sagði að tekið hefði verið undir margt sem hann og hans fjölskylda hefðu bent á.

Eins og ferli í gegnum bílaþvottastöð

„Það var tekið undir að ferlið hefði verið óeðlilegt. Þarna hefur átt sér stað einhver vélræn hreinsun, eins og í gegnum bílaþvottastöð, varðandi alvarleg mál og alvarlega glæpi. Það er ámælisvert að rannsóknarskylda hinna opinberu aðila skuli ekki vera ofar einhverri hefð sem lítur út eins og algjört andleysi,“ segir Bergur sem hefur gagnrýnt kerfið harðlega eftir að Robert Downey fékk uppreist æru.

Bergur setti fram nokkrar spurningar á Facebook-síðu sinni fyrir fundinn í gær en þar velti hann til að mynda upp hver bæri ábyrgð á framkvæmdinni að Robert Downey fékk uppreist æru. „Þetta hefur áhrif á alla brotaþola og fjölskyldur þeirra, enda hefur síðastliðinn mánuður verið á hvolfi hjá okkur. 

Bergur er inntur eftir því hvort flestir séu ekki sammála honum og hans baráttu; að breyta þurfi kerfinu á einhvern hátt. Hann segir að flestir séu það en ekki hafi allir tjáð sig í þá veru. 

Forsætisráðherra hlýtur að bera ábyrgð

„Þásettur dómsmálaráðherra, núverandi forsætisráðherra, hefur ekkert annað sagt um málið nema að hann hafi tekið þátt í þessu vélræna ferli og hann telji það eðlilegt. Við teljum það ekki eðlilegt og köllum hann til ábyrgðar fyrir að skrifa undir sem sitjandi dómsmálaráðherra. Hann hlýtur að bera ábyrgð og ákvörðunin hlýtur að vera hans, nema hann bendi á forseta Íslands og þá þurfum við virkilega að taka upp umræðuna um hver ábyrgð forseta er,“ segir Bergur.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í Morgunblaðinu í síðustu viku að hún hygðist leggja fram frumvarp fyrir þing um uppreist æru í haust og að hún teldi rétt að breytingar yrðu gerðar á áratugalangri framkvæmd við veitingu uppreistar æru. „Þetta er gott mál en ég hef ekki séð nánari útfærslur. Ég held að Sigríður sé kona orða sinna og hún sé vinnusöm og röggsöm,“ segir Bergur þegar hann er spurður hvernig orð Sigríðar hljóma í hans eyru.

Baráttunni hvergi nærri lokið

Með myllumerkinu #höf­um­hátt hafa Bergur og fleiri gagn­rýnt stjórn­völd fyr­ir að hafa veitt Ró­bert Dow­ney upp­reist æru. Þar minna þeir einnig á mik­il­vægi þess að krefjast breyt­inga í sam­fé­lagi þar sem enn sé langt í land í bar­átt­unni gegn kyn­ferðisof­beldi. Bergur segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 

„Við höfum ekki tæmt úr réttlætisbrunninum. Við eigum eftir að hafa hátt áfram og hvetjum fólk til að gera það varðandi kynferðisbrotamál. Í fréttum fyrir stuttu komu fram tölulegar upplýsingar um það að 20% barnshafandi kvenna á Íslandi verða fyrir ofbeldi. Það er ástæða til að bregðast við því, þessar tölur eru svo rosalegar. Skilaboðin eiga að vera skýr að ofan, þegar svona mál eiga í hlut á að ræða þau og rannsaka en ekki hleypa þeim í gegn fyrir einhverja hefð. Þetta er virkilega aðkallandi mál.“

Bergur bendir á að 169 leiti árlega á neyðarmóttökuna vegna kynferðisofbeldis. „Þetta er ástand og eru 169 fleiri en hafa leitað á neyðarmóttökuna vegna til dæmis hryðjuverka og ætti því að taka fastari tökum. Það ætti að vera unnið í því að breyta þessu. Þess vegna þarf að hafa hátt.“

mbl.is

Innlent »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Bálhvasst við Höfða

Í gær, 16:16 Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu. Meira »
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...