Olíumengunin „mjög alvarlegur atburður“

Olían hefur borist niður Grafarlæk og sest í gróður við ...
Olían hefur borist niður Grafarlæk og sest í gróður við bakka lækjarins og í fjöru Grafarvogs. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það er ljóst að það hefur bara orðið mjög alvarlegur atburður og við erum að takast á við afleiðingarnar,“ segir Snorri Sigurðsson, verkefnastjóri hjá skrifstofu umhverfis og garða hjá Reykjavíkurborg. Snorri hefur, ásamt heilbrigðiseftirlitinu, Veitum og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, komið að máli vegna olíumengunar í Grafarlæk í Grafarvogi.  

„Þetta er auðvitað dýrmætt náttúrusvæði og þess vegna höfum við verið með í þessu öllu saman,“ segir Snorri. „Við reynum að nýta þau úrræði sem við höfum en þetta er erfitt og leiðinlegt mál.“

Hann segir myndina hafa verið að skýrast smátt og smátt en þó er enn á huldu hver uppruni mengunarinnar er. „Það var greinilega heilmikil olía sem barst þarna niður alla vega einu sinni, mögulega oftar, en við teljum núna að þetta hafi sennilega verið einn stór viðburður.“ 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að hreinsa olíu úr Grafarlæk.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að hreinsa olíu úr Grafarlæk. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Talsverð olía situr einnig í gróðri meðfram læknum en í kjölfar mikillar rigningar í gær jókst vatnsmagn í læknum. Skolaði þá meiri olíu af bökkunum áfram með læknum og niður í fjöru. Því var kallað eftir aðstoð slökkviliðsins sem kom svokölluðum pulsum fyrir í læknum sem sjúga í sig olíu og hemja þannig útbreiðslu mengunarinnar.

„Það er náttúrulega slatti af olíumengun þarna í gróðrinum þannig að þetta ástand getur verið viðvarandi í töluverðan tíma,“ segir Snorri. Hann kveðst hafa mestar áhyggjur af því að olían berist út í fjöru en hún sé hvað viðkvæmust gagnvart menguninni. Auk þess að nota pulsurnar sem sjúga í sig olíu er jafnframt verið að skoða aðrar leiðir sem geti dregið úr eða hægt á útbreiðslu olíumengunarinnar.

Lækurinn á upptök sín við Bullaugu, sunnan Vesturlandsvegar. Í lækinn ...
Lækurinn á upptök sín við Bullaugu, sunnan Vesturlandsvegar. Í lækinn rennur svo ofanvatn úr Grafarholti og ofarlega austast úr Hálsahverfi. Þaðan rennur vatnið um um leiðslur, rör og opna skurði og sameinast læknum neðan við Vesturlandsveg og Stórhöfða og rennur síðan niður í Grafarvoginn sjálfan. Kort/mbl.is

„Í útlöndum hafa menn meðal annars notað hálm eða greinar til að hægja á þessu. Þá kannski hefur þetta meiri tíma til að fara í þessar pulsur sem geta gripið í sig ansi mikla olíu,“ segir Snorri. „En auðvitað á meðan á öllu þessu stendur og meðan við kannski getum ekki gert mikið meira þá náttúrlega heldur þetta áfram að skolast út en mun á einhverjum tímapunkti bara hætta og bara náttúran hreinsar þetta.“

Farfuglarnir mæta eftir nokkrar vikur

Með flóði og fjöru berst olíumengunin sem náð hefur niður í fjöru víðar um voginn og kveðst Snorri hafa einna mestar áhyggjur af áhrifum þessa á fuglalíf á svæðinu. Að svo stöddu eru þó engar vísbendingar um að mengunin hafi verið til vandræða fyrir fuglalífið í og við voginn að sögn Snorra.

„Auðvitað með tímanum minnkar þetta og brotnar niður þannig að við vonumst til þess að það gerist bara sem fyrst,“ segir Snorri. „En auðvitað eru þeir að éta þarna og manni líst ekkert á að þetta ástand verði svona mikið lengur. Þetta er mjög mikilvægt fuglasvæði og eftir nokkrar vikur mun allt fyllast þarna af farfuglum svo það er eins gott að þetta verði búið að hreinsa sig þá.“

Þegar vatnsyfirborðið í læknum hækkar kemst olían í bökkunum aftur ...
Þegar vatnsyfirborðið í læknum hækkar kemst olían í bökkunum aftur í snertingu við vatnið. Ekki þarf nema nokkra dropa af olíu sem kemst í snertingu við vatn til að hún dreifist yfir stórt yfirborð þannig að mengunin virki mikil þó að ekki sé endilega um að ræða mikið magn af olíu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Innlent »

Fall reyndist fararheill

20:55 Anna Berglind Pálmadóttir lét ekki leðju og úrhelli stöðva sig þegar hún þeystist fram úr öðrum keppendum í Tenerife Blue Trail-utanvegahlaupinu fyrr í mánuðinum. Anna var fyrst kvenna í mark og hefur einungis ein íslensk kona fengið fleiri stig í alþjóðlegri stigagjöf fyrir utanvegahlaup erlendis. Meira »

Allur strandveiðiafli fari á fiskmarkaði

20:34 Skylda ætti allan strandveiðiafla til sölu á íslenskum fiskmörkuðum. Þetta segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. Í stuttum pistli sem hann hefur sent 200 mílum bendir hann á að verð á íslenskum fiskmörkuðum myndi grunn að allri verðmyndun á flestum fisktegundum á Íslandi. Meira »

Vill afnema greiðslur fyrir fundarsetu

20:29 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja fram tillögu á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar á morgun um afnám þóknunar borgarfulltrúa fyrir að sitja fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Meira »

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

20:05 „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Konan komin til byggða

19:57 Konan, sem leitaði aðstoðar björgunarsveita eftir að hafa lent í sjálfheldu á Ingólfsfjalli fyrr í kvöld, er komin til byggða heil á höldnu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Mið-Ísland skemmti landsliðinu

19:53 Fjórir úr uppistandshópnum Mið-Íslandi skemmti íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu á hóteli liðsins í strandbænum Kabardinka við Svartahaf í kvöld. Að því loknu héldu skemmtikraftarnir til móts við íslenska fjölmiðlahópinn sem er ytra og óhætt að segja að frammistaða þeirra féll í góðan jarðveg. Meira »

„Súrrealískt“ að sjá Alfreð skora

19:15 „Þetta var fáránleg tilfinning, mjög súrrealískt,“ segir Hildigunnur Finnbogadóttir, systir landsliðsframherjans Alfreð Finnbogasonar, um þá tilfinningu sem hún upplifði á Spartak-vellinum á laugardag er litli bróðir hennar lagði boltann snyrtilega í mark Argentínumanna. Meira »

Sækja örmagna konu í sjálfheldu

18:35 Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrabakka og Hveragerði voru kallaðar út á sjötta tímanum vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli. Meira »

Matur og menning í Viðey

18:29 Það var margt um að vera í Viðey á laugardaginn þar sem landkynningaverkefnið #TeamIceland hélt glæsilegan viðburð sem varpa átti sérstöku ljósi á íslenska matarmenningu. Tæplega hundrað manna blanda af erlendum fjölmiðlum, ferðamönnum og Íslendingum sóttu viðburðinn sem var skemmtilegt tækifæri til að sýna gæði íslenskrar matargerðar og hráefnis. Meira »

Vilja bæta starfshætti Eystrasaltsráðsins

18:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og frjálslynd og lýðræðisleg gildi á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sinna bara bráðamálum vegna lokana

17:55 „Ég vona alltaf að þetta sé síðasta sumarið sem ég þarf að loka. Við lokum minna í ár en í fyrra, en þetta eru enn þá umtalsverðar lokanir. Ég vona núna að þetta sé síðasta árið sem ég þarf að standa í þessu. Þetta er ekki gott,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Meira »

Framkvæmdum við Geirsgötu lýkur í haust

17:27 Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram og stefnt er á að framkvæmdum á gatnamótunum ljúki í haust. Búið er að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð. Meira »

Vongóðir um litlar skemmdir

17:15 Ísfisktogarinn Akurey AK-10 var staddur norður af Patreksfirði um klukkan fimm í nótt þegar svokölluð undirlyftustöng í aðalvél skipsins brotnaði. Skipið átti þá eftir rúman sólarhring á veiðum en um 140 tonna afli er í lest skipsins, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Meira »

Segir auglýsingasölu RÚV samræmast lögum

16:59 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is. Meira »

Skjálftinn bætir upplifunina

16:34 Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá gesti Bláa lónsins um jarðskjálfta í morgun norðvestan af Grindavík. Sigþrúðru Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir að því tilkynning um skjálftann hafi verið send út í samræmi við verklagsreglur. „Þegar einhver finnur skjálfta í byggð þá setjum við það á vefinn.“ Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

16:20 Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »

30 skólar fá styrk til forritunarkennslu

16:09 30 skólar víðs vegar á landinu fengu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Heildarúthlutun sjóðsins í ár nemur 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og 4,55 milljónir króna í formi tölvubúnaðar, að því er segir í tilkynningu sjóðsins. Meira »

Íslendingar nokkuð bjartsýnir

15:51 Íslenska þjóðin er hóflega bjartsýn á gengi íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi samkvæmt könnun MMR. Rúmlega helmingur taldi íslenska liðið líklegt til að komast upp úr riðlakeppninni en þar af töldu tæplega tuttugu prósent aðspurðra að liðið kæmist í 8-liða úrslit eða lengra. Meira »

Mat á afkastagetu „ónákvæmt“

15:45 Í sjálfbærnismati fyrir Hellisheiðarvirkjun eru gerðir annmarkar við ákvörðunina að byggja virkjunina. Þá er tekið fram að afkastageta og umhverfisáhrif hafi verið vanmetin sem leitt hafi til aukinna fjárahagsskuldbindinga sem draga úr arðsemi virkjunarinnar. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...