Olíumengunin „mjög alvarlegur atburður“

Olían hefur borist niður Grafarlæk og sest í gróður við ...
Olían hefur borist niður Grafarlæk og sest í gróður við bakka lækjarins og í fjöru Grafarvogs. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það er ljóst að það hefur bara orðið mjög alvarlegur atburður og við erum að takast á við afleiðingarnar,“ segir Snorri Sigurðsson, verkefnastjóri hjá skrifstofu umhverfis og garða hjá Reykjavíkurborg. Snorri hefur, ásamt heilbrigðiseftirlitinu, Veitum og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, komið að máli vegna olíumengunar í Grafarlæk í Grafarvogi.  

„Þetta er auðvitað dýrmætt náttúrusvæði og þess vegna höfum við verið með í þessu öllu saman,“ segir Snorri. „Við reynum að nýta þau úrræði sem við höfum en þetta er erfitt og leiðinlegt mál.“

Hann segir myndina hafa verið að skýrast smátt og smátt en þó er enn á huldu hver uppruni mengunarinnar er. „Það var greinilega heilmikil olía sem barst þarna niður alla vega einu sinni, mögulega oftar, en við teljum núna að þetta hafi sennilega verið einn stór viðburður.“ 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að hreinsa olíu úr Grafarlæk.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að hreinsa olíu úr Grafarlæk. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Talsverð olía situr einnig í gróðri meðfram læknum en í kjölfar mikillar rigningar í gær jókst vatnsmagn í læknum. Skolaði þá meiri olíu af bökkunum áfram með læknum og niður í fjöru. Því var kallað eftir aðstoð slökkviliðsins sem kom svokölluðum pulsum fyrir í læknum sem sjúga í sig olíu og hemja þannig útbreiðslu mengunarinnar.

„Það er náttúrulega slatti af olíumengun þarna í gróðrinum þannig að þetta ástand getur verið viðvarandi í töluverðan tíma,“ segir Snorri. Hann kveðst hafa mestar áhyggjur af því að olían berist út í fjöru en hún sé hvað viðkvæmust gagnvart menguninni. Auk þess að nota pulsurnar sem sjúga í sig olíu er jafnframt verið að skoða aðrar leiðir sem geti dregið úr eða hægt á útbreiðslu olíumengunarinnar.

Lækurinn á upptök sín við Bullaugu, sunnan Vesturlandsvegar. Í lækinn ...
Lækurinn á upptök sín við Bullaugu, sunnan Vesturlandsvegar. Í lækinn rennur svo ofanvatn úr Grafarholti og ofarlega austast úr Hálsahverfi. Þaðan rennur vatnið um um leiðslur, rör og opna skurði og sameinast læknum neðan við Vesturlandsveg og Stórhöfða og rennur síðan niður í Grafarvoginn sjálfan. Kort/mbl.is

„Í útlöndum hafa menn meðal annars notað hálm eða greinar til að hægja á þessu. Þá kannski hefur þetta meiri tíma til að fara í þessar pulsur sem geta gripið í sig ansi mikla olíu,“ segir Snorri. „En auðvitað á meðan á öllu þessu stendur og meðan við kannski getum ekki gert mikið meira þá náttúrlega heldur þetta áfram að skolast út en mun á einhverjum tímapunkti bara hætta og bara náttúran hreinsar þetta.“

Farfuglarnir mæta eftir nokkrar vikur

Með flóði og fjöru berst olíumengunin sem náð hefur niður í fjöru víðar um voginn og kveðst Snorri hafa einna mestar áhyggjur af áhrifum þessa á fuglalíf á svæðinu. Að svo stöddu eru þó engar vísbendingar um að mengunin hafi verið til vandræða fyrir fuglalífið í og við voginn að sögn Snorra.

„Auðvitað með tímanum minnkar þetta og brotnar niður þannig að við vonumst til þess að það gerist bara sem fyrst,“ segir Snorri. „En auðvitað eru þeir að éta þarna og manni líst ekkert á að þetta ástand verði svona mikið lengur. Þetta er mjög mikilvægt fuglasvæði og eftir nokkrar vikur mun allt fyllast þarna af farfuglum svo það er eins gott að þetta verði búið að hreinsa sig þá.“

Þegar vatnsyfirborðið í læknum hækkar kemst olían í bökkunum aftur ...
Þegar vatnsyfirborðið í læknum hækkar kemst olían í bökkunum aftur í snertingu við vatnið. Ekki þarf nema nokkra dropa af olíu sem kemst í snertingu við vatn til að hún dreifist yfir stórt yfirborð þannig að mengunin virki mikil þó að ekki sé endilega um að ræða mikið magn af olíu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Innlent »

Kallar ekki eftir afsögn ráðherra

16:07 Stjórnarandstæðingar gerðu harða hríð að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í leiðtogaumræðum á Alþingi í dag vegna Landsréttarmálsins. Sagði hún mestu máli skipta að taka niðurstöður dómstóla mjög alvarlega, skoða þær gaumgæfilega og laga það í kjölfarið sem þyrfti að lagfæra. Meira »

Ísafjarðar- og Vestmannaeyjaflugi aflýst

15:58 Flugferðum til og frá flugvöllunum í Vestmannaeyjum og á Ísafirði hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Veður hefur ekki haft áhrif á flug í Keflavík, Reykjavík, á Akureyri eða Egilsstöðum og er ekki útlit fyrir að það breytist. Meira »

Ákvörðunin kemur Heiðari mjög á óvart

15:55 Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Eykon, segir að samstarf síns fyrirtækis, CNOOC og Petoro hafi verið til fyrirmyndar, þar til tvö síðarnefndu fyrirtækin drógu sig út úr leyfi til rannsókna og vinnslu á kolvetni á Drekasvæðinu. Meira »

Þorgerður Laufey formaður grunnskólakennara

15:52 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hefur verið kjörin formaður Félags grunnskólakennara. Fimm voru í framboði til formanns FG og fékk Þorgerður Laufey 45,5% atkvæða, eða 1.110 atkvæði. Meira »

Forseti bæjarstjórnar hættir

15:51 Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar á Akureyri, gefur ekki kost á sér til endurkjörs í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann lætur gott heita eftir kjörtímabil og tilkynnti það á Facebooksíðu sinni í dag. Segist m.a. þurfa að huga betur að heilsu sinni. Meira »

Gefa eftir leyfi á Drekasvæðinu

15:32 CNOOC Iceland ehf. og Petoro Iceland AS hafa gefið eftir sérleyfi til rannsókna og vinnslu á kolvetni á Drekasvæðinu milli Íslands og Jan Mayen. Orkustofnun telur að þriðja fyrirtækið sem fékk tólf ára sérleyfi til rannsókna og vinnslu, Eykon Energy, ráði ekki við næsta áfanga verksins. Meira »

Skattkerfið verði endurhugsað

15:24 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í leiðtogaumræðum á Alþingi að standa þurfi enn betur að þróunaraðstoð en nú er gert og virða skuli samþykkta þingsályktunartillögu um hana frá árinu 2011. Hann sagði einnig mikilvægt að axla ríkari ábyrgð í málefnum flóttamanna. Meira »

Páskaegg fyrr á ferðinni en í fyrra

15:25 Páskaeggin eru tveimur vikum fyrr á ferðinni í ár miðað við árið í fyrra þar sem páskarnir eru snemma í ár. Þetta segir Silja Mist Sigurkarlsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Nóa Siríus, í samtali við mbl.is, spurð hvers vegna páskaeggin séu þegar komin í verslanir. Meira »

Ráðherra svíki loforð um þjóðarsamtal

15:19 Félag atvinnurekenda mótmælir því að hafa ekki fengið beiðni frá atvinnuvegaráðuneytinu um að tilnefna fulltrúa í endurskipaðan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Meira »

Taka undir áskoranir um vegaúrbætur

14:39 Forsvarsmenn atvinnufyrirtækja á Grundartanga taka undir áskorun bæjarstjórnar Akraness á samgönguyfirvöld þess efnis „að þegar verði brugðist við alvarlegu ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og frekari fjármunum veitt til nauðsynlegra úrbóta varðandi tvöföldun vegarkaflans.“ Meira »

Fengu gögnin afhent fyrir helgi

14:37 Gögn frá dómsmálaráðuneytinu í tengslum við Landsréttarmálið, sem óskað hafði verið eftir, bárust stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrir helgi. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag

14:09 Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag vegna veðurs. Þetta segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, í samtali við mbl.is. „Það er mjög slæmt í sjóinn á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar,“ segir Ólafur en ákvörðunin um að ekki yrði siglt í dag var tekin fyrir skemmstu. Meira »

Strætó útaf við Hvalfjarðargöngin

13:52 Strætó fór útaf veginum við Hvalfjarðargöngin laust fyrir klukkan 14 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var vagninn á leiðinni frá Akranesi til Reykjavíkur og nýkominn úr Hvalfjarðargöngunum með tíu farþega innanborðs þegar hann fór út af skammt frá Blikdalsá. Meira »

Sérfræðingar vöruðu Sigríði við

13:28 Sérfræðingar í dóms- og fjármálaráðuneytinu vöruðu Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra við því að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt þyrfti hún að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Meira »

„Það var engu lofað“

13:05 Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta hjá Glitni, bar vitni fyrir héraðsdómi í morgun. Hann sagðist ekki hafa haft bein afskipti af störfum undirmanna sinna sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun. Þá hefði hann engin loforð fengið frá lögreglu um að sleppa við ákæru í málinu. Meira »

Gætu gripið til vegalokana

13:39 Hugsanlega verður gripið til vegalokana á meðan versta veðrið gengur yfir undir Eyjafjöllum og í Öræfum í dag. Þetta segir Skúli Þórðarson, yfirmaður vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Von er á slyddu eða snjókomu hjá Reynisfjalli og hviður verða allt að 35 til 40 m/s frá klukkan þrjú til miðnættis. Meira »

Rafmagnslaust í Laugardalnum

13:23 Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Laugardal og er unnið að viðgerð. Bilunin er í póstnúmeri 104 og eru umferðarljós m.a. óvirk á svæðinu af þessum sökum. Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar. Meira »

Grunaður um að hafa brotið gegn börnum

12:38 Karlmaður á sextugsaldri var síðastliðinn föstudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Jafnvel er talið að maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...