Olíumengunin „mjög alvarlegur atburður“

Olían hefur borist niður Grafarlæk og sest í gróður við ...
Olían hefur borist niður Grafarlæk og sest í gróður við bakka lækjarins og í fjöru Grafarvogs. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það er ljóst að það hefur bara orðið mjög alvarlegur atburður og við erum að takast á við afleiðingarnar,“ segir Snorri Sigurðsson, verkefnastjóri hjá skrifstofu umhverfis og garða hjá Reykjavíkurborg. Snorri hefur, ásamt heilbrigðiseftirlitinu, Veitum og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, komið að máli vegna olíumengunar í Grafarlæk í Grafarvogi.  

„Þetta er auðvitað dýrmætt náttúrusvæði og þess vegna höfum við verið með í þessu öllu saman,“ segir Snorri. „Við reynum að nýta þau úrræði sem við höfum en þetta er erfitt og leiðinlegt mál.“

Hann segir myndina hafa verið að skýrast smátt og smátt en þó er enn á huldu hver uppruni mengunarinnar er. „Það var greinilega heilmikil olía sem barst þarna niður alla vega einu sinni, mögulega oftar, en við teljum núna að þetta hafi sennilega verið einn stór viðburður.“ 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að hreinsa olíu úr Grafarlæk.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að hreinsa olíu úr Grafarlæk. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Talsverð olía situr einnig í gróðri meðfram læknum en í kjölfar mikillar rigningar í gær jókst vatnsmagn í læknum. Skolaði þá meiri olíu af bökkunum áfram með læknum og niður í fjöru. Því var kallað eftir aðstoð slökkviliðsins sem kom svokölluðum pulsum fyrir í læknum sem sjúga í sig olíu og hemja þannig útbreiðslu mengunarinnar.

„Það er náttúrulega slatti af olíumengun þarna í gróðrinum þannig að þetta ástand getur verið viðvarandi í töluverðan tíma,“ segir Snorri. Hann kveðst hafa mestar áhyggjur af því að olían berist út í fjöru en hún sé hvað viðkvæmust gagnvart menguninni. Auk þess að nota pulsurnar sem sjúga í sig olíu er jafnframt verið að skoða aðrar leiðir sem geti dregið úr eða hægt á útbreiðslu olíumengunarinnar.

Lækurinn á upptök sín við Bullaugu, sunnan Vesturlandsvegar. Í lækinn ...
Lækurinn á upptök sín við Bullaugu, sunnan Vesturlandsvegar. Í lækinn rennur svo ofanvatn úr Grafarholti og ofarlega austast úr Hálsahverfi. Þaðan rennur vatnið um um leiðslur, rör og opna skurði og sameinast læknum neðan við Vesturlandsveg og Stórhöfða og rennur síðan niður í Grafarvoginn sjálfan. Kort/mbl.is

„Í útlöndum hafa menn meðal annars notað hálm eða greinar til að hægja á þessu. Þá kannski hefur þetta meiri tíma til að fara í þessar pulsur sem geta gripið í sig ansi mikla olíu,“ segir Snorri. „En auðvitað á meðan á öllu þessu stendur og meðan við kannski getum ekki gert mikið meira þá náttúrlega heldur þetta áfram að skolast út en mun á einhverjum tímapunkti bara hætta og bara náttúran hreinsar þetta.“

Farfuglarnir mæta eftir nokkrar vikur

Með flóði og fjöru berst olíumengunin sem náð hefur niður í fjöru víðar um voginn og kveðst Snorri hafa einna mestar áhyggjur af áhrifum þessa á fuglalíf á svæðinu. Að svo stöddu eru þó engar vísbendingar um að mengunin hafi verið til vandræða fyrir fuglalífið í og við voginn að sögn Snorra.

„Auðvitað með tímanum minnkar þetta og brotnar niður þannig að við vonumst til þess að það gerist bara sem fyrst,“ segir Snorri. „En auðvitað eru þeir að éta þarna og manni líst ekkert á að þetta ástand verði svona mikið lengur. Þetta er mjög mikilvægt fuglasvæði og eftir nokkrar vikur mun allt fyllast þarna af farfuglum svo það er eins gott að þetta verði búið að hreinsa sig þá.“

Þegar vatnsyfirborðið í læknum hækkar kemst olían í bökkunum aftur ...
Þegar vatnsyfirborðið í læknum hækkar kemst olían í bökkunum aftur í snertingu við vatnið. Ekki þarf nema nokkra dropa af olíu sem kemst í snertingu við vatn til að hún dreifist yfir stórt yfirborð þannig að mengunin virki mikil þó að ekki sé endilega um að ræða mikið magn af olíu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Innlent »

Einn með allar tölur réttar í jókernum

Í gær, 22:58 Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Einn Íslendingur hrósaði þá happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Meira »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

Í gær, 21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »

Hefja athugun á Tekjur.is

Í gær, 21:01 Persónuvernd hefur hafið athugun á birtingu Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum fyrir árið 2016 á vefsíðunni Tekjur.is, en stofnunni hefur borist fjöldi erinda frá einstaklingum sem telja brotið gegn persónuverndarlöggjöf með birtingunni. Meira »

Glæpasögurnar þóttu ekki bókmenntir

Í gær, 20:50 Nú ber svo við að fyrir þessi jól mun Arnaldur Indriðason rjúfa 500 þúsund eintaka múrinn í sölu hér á landi. Af því tilefni mun útgefandi hans lauma gullmiða í 500 þúsundasta einstakið. Þá hafa bækur hans selst í 14 milljónum eintaka víða um heim. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

Í gær, 20:30 „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

„Ríkir algjör óvissa um loðnuna“

Í gær, 20:27 „Við höfum þurft að elta síldina austur eftir og vorum komnir á veiðisvæðið snemma í gærmorgun. Við tókum tvö hol í gær, um 200 til 220 tonn í hvoru, en í dag höfum við ekkert getað verið að veiðum vegna skítabrælu.“ Meira »

„Týpískt íslenskt haustveður“

Í gær, 20:15 „Þetta verður týpískt íslenskt haustveður,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um leiðindaveðrið sem spáð er á morgun. Í nótt má búast við hvassviðri sunna og suðvestanlands, en í fyrramálið bætir í vind um allt land. Á Meira »

Leikur sér að bragðlaukum Norðmanna

Í gær, 20:00 Kokkurinn Atli Már Yngvason opnaði nýverið veitingastaðinn Kötlu í Ósló og hefur hlotið einróma lof matargagnrýnenda. „Við opnuðum núna 28. ágúst og það er búið að vera opið í tvo mánuði og troðfullt á hverjum degi,“ segir Atli um opnun Kötlu. Meira »

Sendu inn tilboð en heyrðu ekki meira

Í gær, 19:45 Aðili sem sendi inn sendi inn hugmynd að rekstri og gerði tilboð í leiguverð í bragganum margumtalaða, þegar Reykjavíkurborg auglýsti eftir hugmyndum árið 2014, segir borgina aldrei hafa verið haft samband við sig, fyrir utan bréf þar sem honum var tilkynnt að tveir aðilar hefðu skilað inn tilboði. Meira »

„Tjónið að mínu mati augljóst“

Í gær, 19:00 „Þetta mál er búið að taka ansi langan tíma,“ seg­ir Ólaf­ur Ad­olfs­son, lyfja­sali og eig­andi Apó­teks Vest­ur­lands. Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apó­teki Vest­ur­lands fjór­ar og hálfa millj­ón í bæt­ur vegna sam­keppn­is­brota. Meira »

Skólarnir breyti samfélagi

Í gær, 18:45 Líklegt er að á næstu áratugum verði viðamiklar breytingar á íslensku skólakerfi þar sem hefðbundin mörk skólastiga breytast eða mást jafnvel út. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir að ræða þurfi lengingu skólaskyldu. Meira »

Indverskur víbríngur Geirs Ólafs

Í gær, 18:44 Indverskt lag til heiðurs Gandhi sem Geir Ólafsson gaf út á dögunum, orðræðan og Úganda ferðalag Hjördísar var meðal annars það sem þau Geir og Hjördísi Guðmundsdóttur ræddu í föstudagskaffinu síðdegis á K100. Geir tók dæmi af því hvernig lagið Reyndu aftur myndi hljóma í indverskri útgáfu. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

Í gær, 17:59 Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »

Kalda vatnið ódýrast á Íslandi

Í gær, 17:59 Kalda vatnið er ódýrast á Íslandi sé verð þess á Norðurlöndunum skoðað. Þannig bera heimili í Danmörku rúmlega þrefalt meiri kostnað af notkun á kalda vatninu á ársgrunni en íslensk heimili. Meira »

„Ég myndi aldrei sætta mig við þetta“

Í gær, 17:57 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri og formaður borgarráðs, segir það algjörlega óbjóðandi að framkvæmdirnar við braggann í Nauthólsvík hafi ekki komið upp á yfirborðið í pólitískri umræðu eða samþykktarferli eins og venja er með mál af þessu tagi. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

Í gær, 17:13 Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dóttur sinni. Er hann fund­inn sek­ur um að hafa látið dótt­ur sína snerta kyn­færi sín auk þess að hafa snert kyn­færi henn­ar og fróað sér í návist henn­ar. Meira »

Strætó tilkynnt um gjaldþrotið í gær

Í gær, 17:10 Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið Prime Tours, sem tilkynnt hefur verið um gjaldþrot á, muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framhaldið. Meira »

Japanar sjá tækifæri á norðurskautinu

Í gær, 17:00 Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, segir japönsk stjórnvöld greina tækifæri á norðurskautinu vegna opnunar siglingaleiða. Um leið feli loftslagsbreytingar í sér mikla áskorun. Kono var meðal ræðumanna á Hringborði norðursins í Hörpu í dag. Meira »

Í farbanni fyrir kortasvik við farmiðakaup

Í gær, 16:48 Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Meira »
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...