Olíumengunin „mjög alvarlegur atburður“

Olían hefur borist niður Grafarlæk og sest í gróður við ...
Olían hefur borist niður Grafarlæk og sest í gróður við bakka lækjarins og í fjöru Grafarvogs. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það er ljóst að það hefur bara orðið mjög alvarlegur atburður og við erum að takast á við afleiðingarnar,“ segir Snorri Sigurðsson, verkefnastjóri hjá skrifstofu umhverfis og garða hjá Reykjavíkurborg. Snorri hefur, ásamt heilbrigðiseftirlitinu, Veitum og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, komið að máli vegna olíumengunar í Grafarlæk í Grafarvogi.  

„Þetta er auðvitað dýrmætt náttúrusvæði og þess vegna höfum við verið með í þessu öllu saman,“ segir Snorri. „Við reynum að nýta þau úrræði sem við höfum en þetta er erfitt og leiðinlegt mál.“

Hann segir myndina hafa verið að skýrast smátt og smátt en þó er enn á huldu hver uppruni mengunarinnar er. „Það var greinilega heilmikil olía sem barst þarna niður alla vega einu sinni, mögulega oftar, en við teljum núna að þetta hafi sennilega verið einn stór viðburður.“ 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að hreinsa olíu úr Grafarlæk.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að hreinsa olíu úr Grafarlæk. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Talsverð olía situr einnig í gróðri meðfram læknum en í kjölfar mikillar rigningar í gær jókst vatnsmagn í læknum. Skolaði þá meiri olíu af bökkunum áfram með læknum og niður í fjöru. Því var kallað eftir aðstoð slökkviliðsins sem kom svokölluðum pulsum fyrir í læknum sem sjúga í sig olíu og hemja þannig útbreiðslu mengunarinnar.

„Það er náttúrulega slatti af olíumengun þarna í gróðrinum þannig að þetta ástand getur verið viðvarandi í töluverðan tíma,“ segir Snorri. Hann kveðst hafa mestar áhyggjur af því að olían berist út í fjöru en hún sé hvað viðkvæmust gagnvart menguninni. Auk þess að nota pulsurnar sem sjúga í sig olíu er jafnframt verið að skoða aðrar leiðir sem geti dregið úr eða hægt á útbreiðslu olíumengunarinnar.

Lækurinn á upptök sín við Bullaugu, sunnan Vesturlandsvegar. Í lækinn ...
Lækurinn á upptök sín við Bullaugu, sunnan Vesturlandsvegar. Í lækinn rennur svo ofanvatn úr Grafarholti og ofarlega austast úr Hálsahverfi. Þaðan rennur vatnið um um leiðslur, rör og opna skurði og sameinast læknum neðan við Vesturlandsveg og Stórhöfða og rennur síðan niður í Grafarvoginn sjálfan. Kort/mbl.is

„Í útlöndum hafa menn meðal annars notað hálm eða greinar til að hægja á þessu. Þá kannski hefur þetta meiri tíma til að fara í þessar pulsur sem geta gripið í sig ansi mikla olíu,“ segir Snorri. „En auðvitað á meðan á öllu þessu stendur og meðan við kannski getum ekki gert mikið meira þá náttúrlega heldur þetta áfram að skolast út en mun á einhverjum tímapunkti bara hætta og bara náttúran hreinsar þetta.“

Farfuglarnir mæta eftir nokkrar vikur

Með flóði og fjöru berst olíumengunin sem náð hefur niður í fjöru víðar um voginn og kveðst Snorri hafa einna mestar áhyggjur af áhrifum þessa á fuglalíf á svæðinu. Að svo stöddu eru þó engar vísbendingar um að mengunin hafi verið til vandræða fyrir fuglalífið í og við voginn að sögn Snorra.

„Auðvitað með tímanum minnkar þetta og brotnar niður þannig að við vonumst til þess að það gerist bara sem fyrst,“ segir Snorri. „En auðvitað eru þeir að éta þarna og manni líst ekkert á að þetta ástand verði svona mikið lengur. Þetta er mjög mikilvægt fuglasvæði og eftir nokkrar vikur mun allt fyllast þarna af farfuglum svo það er eins gott að þetta verði búið að hreinsa sig þá.“

Þegar vatnsyfirborðið í læknum hækkar kemst olían í bökkunum aftur ...
Þegar vatnsyfirborðið í læknum hækkar kemst olían í bökkunum aftur í snertingu við vatnið. Ekki þarf nema nokkra dropa af olíu sem kemst í snertingu við vatn til að hún dreifist yfir stórt yfirborð þannig að mengunin virki mikil þó að ekki sé endilega um að ræða mikið magn af olíu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Innlent »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

Í gær, 18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

Í gær, 17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

Í gær, 17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Í gær, 17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

Í gær, 17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

Í gær, 16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

Í gær, 16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

Í gær, 16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

Í gær, 15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...