Lóðalagerinn svo gott sem tómur

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. mbl.is/Hanna

„Það er mikill skortur á húsnæði. Leiguhúsnæði bara finnst ekki og fáar íbúðir til sölu á markaðnum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, í samtali við mbl.is. Fyrir um ári síðan var gert ráð fyrir því að lausar lóðir undir húsnæði í Grindavík myndu duga til ársins 2020 en nú eru allar lóðir undir raðhús og parhús búnar.

Nokkrar lóðir eru eftir til umráða undir einbýlishús en til stendur að fjölga götum í bænum og fjölga lóðum til úthlutunar svo unnt sé að mæta eftirspurn. Þótt húsnæðismál séu ofarlega á baugi er það þó helsta kappsmál bæjarins að ná því í gegn að endurbætur verði gerðar á Grindavíkurvegi. Beðið er eftir skýrslu um kostnað vegna nauðsynlegra framkvæmda á veginum.

Fjölga götum til að mæta framboði

Nokkuð jöfn fólksfjölgun hefur verið í Grindavík undanfarin ár en þar líkt og á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum nágrannasveitafélögum hefur verið ákveðin mettun á húsnæðismarkaði.

„Það varð bara sprenging núna í vetur og sérstaklega eftir áramótin. Þetta átti að vera svona ágætis lager sem að bara tæmdist,“ segir Fannar en búið er að úthluta mjög mörgum lóðum það sem af er þessu ári að hans sögn.

Ekið út úr Grindavík.
Ekið út úr Grindavík. mbl.is/Hanna

„Það er í sjálfu sér nægt rými og það er búið að teikna göturnar og svo ætlum við að taka þetta svolítið bara í áföngum eftir því sem að þörfin býður upp á, einhverjar 20 til 30 lóðir í einu eða svo,“ segir Fannar, spurður hversu mörgum lóðum stendur til að bæta við.

„Það er heldur ekki kannski fjárhagslega skynsamlegt að vera með allt of mikið undir, þetta kostar heilmikið og betra að reyna að sjá fram í tímann hvað það varðar,“ segir Fannar.

Aðspurður hvað veldur þessari miklu sprengingu segir Fannar hana eflaust vera í takt við það sem hefur verið í gangi á húsnæðismarkaði í Reykjavík og nágrenni. „Það er svo svakalega hátt verð á öllu þar eins og við vitum. Þetta er að gerast á Selfossi kannski og Akranesi og svo hérna á Suðurnesjum. Það er mesta fjölgun hér á landinu held ég að megi segja síðustu mánuði á Suðurnesjunum,“ segir Fannar.

Báðir leikskólarnir fullir

Þrátt fyrir ágætiskipp fyrstu mánuði þessa árs segir Fannar vöxtinn hafa verið nokkuð jafnan undanfarin 25 ár. Það sé ekkert keppikefli að vera með hvað mesta íbúafjölgun enda þurfi innviðir og þjónusta að hafa undan og fylgja í takt við fjölgun íbúa. „Við teljum það bara hraustleikamerki að fólk hafi viljað koma hérna á öllum tímum,“ segir Fannar. „Það er næg atvinna, okkur vantar eiginlega bara fleiri vinnandi hendur.“

Tveir leikskólar eru í Grindavík og eru þeir fullsetnir. Um 500 börn eru í grunnskólum bæjarins og koma um 60 börn inn í grunnskóla í hverjum árgangi að sögn Fannars. Leikskólapláss eru þó af skornum skammti.

„Það eru 120 börn kannski í hvorum [leik]skóla og það var alveg full setið bara síðasta vetur,“ segir Fannar. „Með þessari fjölgun sem verið hefur og er kannski fram undan þarf kannski að fara að huga að þessu. Ekki síst leikskóla og daggæslu fyrir yngstu börnin, það eru biðlistar þar.“

Í Grindavík líkt og víða annars staðar veitti ekki af fleiri grunn- og leikskólakennurum til starfa en að sögn Fannars hefur þó gengið ágætlega að manna skólana. „Það auðvitað er nú ákveðin barátta um þetta fólk. Þegar mikil eftirspurn er eftir starfsfólki þá hefur það gerst sjálfsagt hjá okkur eins og öðrum að fólk leitar kannski annað, ferðaþjónustan er sífellt að soga til sín,“ segir Fannar.

Byggir blokk fyrir Bláa lónið

Sem fyrr segir stendur til að fjölga götum í bænum og þegar standa yfir talsverðar framkvæmdir á þeim lóðum sem hefur verið úthlutað. Meðal þeirra framkvæmda sem nú standa yfir í Grindavík er uppbygging 24 íbúða fjölbýlishúss á fjórum hæðum sem rekstraraðilar Bláa lónsins hafa keypt af verktaka í bænum og hyggjast leigja út til starfsfólks fyrirtækisins.

„Bláa lónið keypti þessa blokk af okkur þegar við vorum komin með þetta á byrjunarreit. Þá komu Bláa lóns-menn og óskuðu eftir því að fá þetta keypt,“ segir Magnús Guðmundsson, eigandi verktakafyrirtækisins Grindarinnar sem byggir blokkina.

mbl.is/Hanna

Magnús hefur verið verktaki í Grindavík síðan 1979 og segir hann ekki skorta verkefni í bænum þessa stundina. Kveðst hann vera með mörg járn í eldinum en hann rekur til að mynda trésmíðaverkstæði í bænum og er með um þrjátíu manns í vinnu, allt heimamenn úr Grindavík. 

Grindavíkurvegur algjört forgangsverkefni

Ástand Grindavíkurvegar hefur nokkuð verið til umræðu en Vega­gerðin vinnur að út­tekt á um­ferðarör­yggi á veginum. Þá er von á skýrslu um kostnað við end­ur­bæt­ur á veg­in­um á næstu vikum.

„Við leggjum alveg mjög mikla áherslu á það að Grindavíkurvegurinn verði lagfærður, það er bara okkar forgangsverkefni gagnvart fjárveitingavaldinu, við leggjum allan okkar þunga á það,“ segir Fannar. Allmörg slys hafa orðið á veginum undanfarin ár, þar af tvö banaslys á þessu ári.

„Hann sýnist ekkert vera hættulegur svona að sumri til í góðu veðri en á veturna er hann bara mjög varasamur og hann er lítt fyrirsjáanlegur. Það geta myndast hálkublettir á honum án þess að fólk eiginlega geti áttað sig á því,“ útskýrir Fannar. 

Magnús Guðmundsson, eigandi verktakafyrirtækisins Grindarinnar í Grindavík, situr ekki auðum ...
Magnús Guðmundsson, eigandi verktakafyrirtækisins Grindarinnar í Grindavík, situr ekki auðum höndum þessi misserin. mbl.is/Hanna

Segir Fannar fjárveitingavaldið hafa skilning á málinu en í sífellu sé talað um að fjármagn skorti. „Við reynum bara eins og við mögulega getum að þrýsta á þetta með öllum tiltækum ráðum. Við höfum hitt þessa menn á ýmsum fundum alls staðar í kerfinu. Vegagerðina líka, þeir sýna þessu skilning en hafa ekki úr því fjármagni að moða að þeir telji sig geta farið í stórar framkvæmdir hjá okkur enn sem komið er,“ útskýrir Fannar.

Beðið sé eftir skýrslunni og í framhaldi af því verði öllum mögulegum brögðum beitt, meðal annars með hjálp þingmanna kjördæmisins, til að ná málinu í gegn að sögn Fannars. „Við fengum 20 milljónir, þ.e. Vegagerðin, til þess að bæta úr brýnustu þörf,“ segir Fannar. „En þessi peningur dugar náttúrulega nánast ekki neitt í einhverjar alvöruframkvæmdir.“

Að ná í gegn fjármagni til endurbóta á Grindavíkurvegi er ...
Að ná í gegn fjármagni til endurbóta á Grindavíkurvegi er forgangsverkefni hjá sveitarfélaginu. mbl.is/Hanna
Miklar byggingaframkvæmdir standa yfir í Grindavík en þar rís meðal ...
Miklar byggingaframkvæmdir standa yfir í Grindavík en þar rís meðal annars 24 íbúða blokk á fjórum hæðum. Til stendur að fjölga götum í bænum til að auka lóðaframboð. mbl.is/Hanna
Bláa lónið hefur keypt blokkina sem nú er í uppbyggingu ...
Bláa lónið hefur keypt blokkina sem nú er í uppbyggingu og hyggst leigja íbúðirnar út til starfsfólks fyrirtækisins. mbl.is/Hanna
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rómantík í rafmagnsleysi

09:30 Þau komu víða við í morgunspjallinu í Ísland vaknar, enda nývöknuð eins og við flest. Töluvert var rætt um snúrur og hvað ætti að gera við gamlar loftnetssnúrur og hvað hefði orðið um DVD-spilara okkar. Meira »

Húsin standa á súlum

09:18 Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Meira »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Áskorun um að beita hlutarfjáreign

05:30 Stjórn Afls – starfsgreinafélags sendi frá sér ályktun í kjölfar stjórnarfundar seinni partinn í gær. .  Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Kynna loftslagsáætlun síðar í ár

05:30 „Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna ákallinu í loftslagsmálum. Það sést best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar um mikinn metnað í þeim málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Meira »

Andlát: Guðmundur Sighvatsson

05:30 Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla í Reykjavík, lést sl. mánudag á Landspítala, 66 ára að aldri. Meira »
Armbönd
...
Ukulele
...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...