Litast áfram um eftir Begades

Á annað hundrað björgunarsveitarmenn leituðu að manninum á miðvikudagskvöld þegar …
Á annað hundrað björgunarsveitarmenn leituðu að manninum á miðvikudagskvöld þegar hann féll í fossinn. Leit var haldið áfram nokkra daga á eftir en hún bar ekki árangur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Georgíumaðurinn Nika Begades sem féll í Gullfoss í síðustu viku hefur ekki enn fundist. Formlegri leit að honum var hætt um sinn á laugardaginn var og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að framhaldið verði skoðað einhverntímann í næstu viku.

Hann segir að björgunarsveitir og bændur í nágrenni Gullfoss og Hvítár hafi áfram auga með svæðinu þangað til ákveðið verði um annað.

mbl.is