Varðhald framlengt til 18. ágúst

Frá vettvangi í Mosfellsdal.
Frá vettvangi í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður­inn, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi, allt til 18. ágúst.

Sveinn Gestur Tryggvason er grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn. Hann hef­ur setið í varðhaldi í næstum sjö vikur nú þegar, síðan 8. júní.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 21. júlí að gæsluvarðhald yfir honum yrði fram­lengt um fjór­ar vik­ur. Með úrskurðinum staðfestum mun hann því sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 18. ágúst.

Í úr­sk­urðinum seg­ir að að fall­ist sé á það með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að áframhaldandi varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, þegar litið sé til eðlis og alvarleika þess brots sem kærði er sakaður um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert