Öflugir skjálftar í Kötlu

Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull.
Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Skjálftarnir fundust mjög vel hérna í Mýrdalnum og í Skaftártungum,“ segir Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal, en tveir öflugir jarðskjálftar mældust í öskju Mýrdalsjökuls rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stutt á milli skjálftanna, en sá fyrri mældist 3,2 stig og seinni skjálftinn, sem reið yfir fáeinum mínútum síðar, 4,5 stig.

Í umfjöllun um jarðhræringar þessar í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skjálftavirkni hafa aukist í Mýrdalsjökli að undanförnu. Erfitt sé hins vegar að spá um framhaldið með vissu. „Við höfum ekki nútíma-upplýsingar um aðdraganda Kötlugosa, en við vitum að það verða skjálftar sem finnast í Mýrdalssveit,“ segir Magnús Tumi og bendir jafnframt á að Katla sé mjög skjálftavirk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert