Vilja afskrá sjö vita á landinu

Kirkjuhóll er einn af þeim vitum sem er lagt til …
Kirkjuhóll er einn af þeim vitum sem er lagt til að afskrá. mbl.is/Sigurður Bogi

Samráðshópur Vegagerðarinnar hefur lagt til að leggja niður og afskrá sjö vita auk þess að leggja niður þrjá vita sem landsvita og gera þá að hafnarvitum.

Að sögn Sigurðar Áss Grétarssonar, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar, gegndu vitar áður afar mikilvægu öryggishlutverki fyrir sjófarendur með því að leiðbeina um staðsetningu, vara við siglingahættum og vísa leið inn á hafnir.

„Með tilkomu leiðsögukerfa í gegnum gervitungl og mun betri sjókorta hefur dregið verulega úr mikilvæginu og því var talið rétt að fara yfir það hvort rétt væri að leggja niður einhverja vita og nýta fjármuni ríkisins betur,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert