Fjöldi landsela undir markmiði

Spakir selir við Illugastaði á vestanverðu Vatnsnesi við Húnafjörð.
Spakir selir við Illugastaði á vestanverðu Vatnsnesi við Húnafjörð. mbl.is/RAX

Árleg vísindatalning útsela úr lofti fer fram í haust. Talning landsela úr lofti fór fram 2016 og var niðurstaða talningarinnar ekki góð.

Sigurður Líndal, framkvæmdastjóri Selasetursins á Hvammstanga, segir í Morgunblaðinu í dag, að að hingað til hafi verið talið á tvennan hátt; með talningu úr landi af sjálfboðaliðum og vísindatalningu úr lofti.

„Það lítur út fyrir að fjöldi landsela sé undir markmiði stjórnvalda miðað við niðurstöður talninga frá því í fyrra. Landselum hefur fækkað um 77% frá 1980. Það þarf meiri rannsóknir til þess að orsök fækkunarinnar sé ljós,“ segir Sigurður og bendir á að stjórnvöld séu skyldug gagnvart alþjóðasamningum að fylgjast með lífríki hafsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert